Genfarsamningarnir 60 ára Anna Stefánsdóttir skrifar 12. ágúst 2009 05:15 Í dag eru liðin sextíu ár frá því að Genfarsamningarnir fjórir voru undirritaðir. Samningarnir veita mönnum vernd í vopnuðum átökum og þeir eru enn í dag hornsteinninn í alþjóðlegum mannúðarrétti. Samningarnir hafa bjargað ótöldum mannslífum, bætt aðstæður þúsunda stríðsfanga og leitt til þess að milljónir sundraðra fjölskyldna hafa sameinast. Enda þótt ógnir stríðsátaka taki stöðugum breytingum halda Genfarsamningarnir gildi sínu og eru áfram grundvöllur þess hjálparstarfs sem fram fer á vígvöllum um víða veröld. Í samningunum eru ákvæði sem veita Rauða krossinum víðtækt hlutverk við að vernda og aðstoða fórnarlömb stríðsátaka. Rauði krossinn fræðir stríðandi fylkingar um Genfarsamningana og fylgist með því að þeir séu virtir. Í tilefni dagsins hafa Rauða kross félögin í Evrópu beint þeim tilmælum til forsætisráðherra sinna að stjórnvöld sinni eftirfarandi viðfangsefnum: • Útbreiðsla: Breiða þarf út þekkingu á alþjóðlegum mannúðarlögum, bæði meðal hermanna og meðal almennings svo að hann viti um þá vernd sem honum ber. • Framkvæmd: Stöðugt þarf að leggja áherslu á að fullgilda samninga um alþjóðlegan mannúðarrétt og tryggja framkvæmd þeirra. • Málsvarastarf í þágu mannúðar: Evrópuríkin þurfa að beita sér fyrir því að óháð og sjálfstæð mannúðaraðstoð geti farið óhindrað þar sem vopnuð átök geisa. • Ábyrgð: Refsa ber þeim sem gerast sekir um glæpi í vopnuðum átökum. Hina brotlegu á að draga til ábyrgðar fyrir brot sín. Ríki þurfa að tryggja að landslög heimili að sótt sé til saka fyrir slík brot. Stríðsátök skapa enn í dag ómælda mannlega neyð, en þrátt fyrir það er rétt að minnast Genfarsamninganna, sem hafa síðustu sextíu árin komið í veg fyrir eða linað miklar mannlegar þjáningar. Höfundur er formaður Rauða kross Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag eru liðin sextíu ár frá því að Genfarsamningarnir fjórir voru undirritaðir. Samningarnir veita mönnum vernd í vopnuðum átökum og þeir eru enn í dag hornsteinninn í alþjóðlegum mannúðarrétti. Samningarnir hafa bjargað ótöldum mannslífum, bætt aðstæður þúsunda stríðsfanga og leitt til þess að milljónir sundraðra fjölskyldna hafa sameinast. Enda þótt ógnir stríðsátaka taki stöðugum breytingum halda Genfarsamningarnir gildi sínu og eru áfram grundvöllur þess hjálparstarfs sem fram fer á vígvöllum um víða veröld. Í samningunum eru ákvæði sem veita Rauða krossinum víðtækt hlutverk við að vernda og aðstoða fórnarlömb stríðsátaka. Rauði krossinn fræðir stríðandi fylkingar um Genfarsamningana og fylgist með því að þeir séu virtir. Í tilefni dagsins hafa Rauða kross félögin í Evrópu beint þeim tilmælum til forsætisráðherra sinna að stjórnvöld sinni eftirfarandi viðfangsefnum: • Útbreiðsla: Breiða þarf út þekkingu á alþjóðlegum mannúðarlögum, bæði meðal hermanna og meðal almennings svo að hann viti um þá vernd sem honum ber. • Framkvæmd: Stöðugt þarf að leggja áherslu á að fullgilda samninga um alþjóðlegan mannúðarrétt og tryggja framkvæmd þeirra. • Málsvarastarf í þágu mannúðar: Evrópuríkin þurfa að beita sér fyrir því að óháð og sjálfstæð mannúðaraðstoð geti farið óhindrað þar sem vopnuð átök geisa. • Ábyrgð: Refsa ber þeim sem gerast sekir um glæpi í vopnuðum átökum. Hina brotlegu á að draga til ábyrgðar fyrir brot sín. Ríki þurfa að tryggja að landslög heimili að sótt sé til saka fyrir slík brot. Stríðsátök skapa enn í dag ómælda mannlega neyð, en þrátt fyrir það er rétt að minnast Genfarsamninganna, sem hafa síðustu sextíu árin komið í veg fyrir eða linað miklar mannlegar þjáningar. Höfundur er formaður Rauða kross Íslands.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar