Erlent

Lockerbie morðingi fékk konunglegar móttökur í Líbíu

Abdelbaset Ali al Megrai var fagnað sem þjóðhetju við heimkomuna.
Abdelbaset Ali al Megrai var fagnað sem þjóðhetju við heimkomuna.

Aðstandendur þeirra sem létust í Lockerbie ódæðinu eru ævareiðir yfir því að maðurinn sem sprengdi farþegaþotu í loft upp árið 1988 skuli vera frjáls maður. Honum var fagnað sem hetju við heimkona til Líbíu í gærkvöldi.

Mannþröng var á flugvellinum í Trípólí í gærkvöldi þegar Abdelbaset Ali al Megrai kom til heimalands síns eftir að hafa verið náðaður í Skotlandi á grundvelli þess að hann er með krabbamein. Hann hafði setið átta ár í fangelsi en hann fékk lífstíðardóm á sínum tíma.  270 manns fórust með þotu Pan Am flugfélagsins sem sprakk í loft upp yfir skoska bænum Lockerbie. Ellefu íbúar þorpsins fórust einnig þegar brak úr vélinni skall á þorpinu.

Á meðal þeirra sem tóku á móti morðingjanum var sonur leiðtoga Líbíu, Muamars Gaddafi og þakkaði hann breskum stjórnböldum fyrir hugrekki sitt og mannúð.

Flestir þeirra sem létust í sprenginguni voru Bandaríkjamenn og Obama bandaríkjaforseti var ómyrkur í máli í gærkvöldi þegar hann sagði að stjórnvöld í Bretlandi hefðu gert mistök þegar Al Megrai var sleppt. Þá hafa ættingjar þeirra sem létust keppst við að fordæma ákvörðunina og benda á að Al megrai hafi ekki sýnt farþegum þotunnar neina miskun á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×