Lið Hauka komst í dag á toppinn í N1 deild kvenna í handbolta með 30-27 sigri á Stjörnunni í uppgjöri toppliðanna í Mýrinni.
Leikurinn var jafn framan af en Haukar höfðu tveggja marka forystu í hálfleik 18-16 og bættu í forskotið áður en Stjarnan náði að laga stöðuna.
Haukar hafa 29 stig á toppi deildarinnar en Stjarnan er í öðru sæti með 28 stig, átta stigum meira en Valur sem er í þriðja sætinu og á leik til góða.