Viðskipti innlent

Síminn með undir 50% markaðshlutdeild í fyrsta sinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Markaðshlutdeild Símans hefur lækkað verulega. Mynd/ Vilhelm.
Markaðshlutdeild Símans hefur lækkað verulega. Mynd/ Vilhelm.
Síminn er nú með undir 50% markaðshlutdeild á farsímamarkaði á Íslandi í fyrsta skipti. Þetta kemur fram í nýrri tölfræðiskýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar um íslenska fjarskiptamarkaðinn á fyrri helmingi ársins 2009.

Póst- og fjarskiptastofnun safnar upplýsingum frá skráðum fjarskiptafyrirtækjum hér á landi og er skýrslan unnin upp úr þeim með það að markmiði að bæta upplýsingaflæði og auka gagnsæi á fjarskiptamarkaðnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×