Opinber lífeyrissjóður hagnast vel á andláti Jackson 3. júlí 2009 12:48 Hinn opinberi lífeyrissjóður ABP í Hollandi hagnast nú vel á andláti Michael Jackson því sjóðurinn á réttindin á hluta af lagasafni Jacksons. Eftirspurn eftir lögum Jackson hefur verið gríðarleg frá því hann lést í vikunni og í hvert sinn sem lag eftir hann er spilað fljóta peningar inn í sjóði ABP, það er af þeim lögum sem sjóðurinn á. „Það eru ætíð ákveðin lög sem skyndilega verða vinsæl af einni eða öðrum ástæðum, í þetta sinn vegna hörmulegs atburðar," segir talsmaður ABP í samtali við Reuters. „Þetta getur verið grundvöllur fjárfestingar." Talsmaðurinn vildi ekki gefa upp hve miklar fjárhæðir er um að ræða hvað Jackson varðar. ABP eyddi 140 milljónum evra, eða um 25 milljörðum kr., á síðasta ári við að kaupa lagasöfn af þekktum dægurlagastjörnum. Í þessu eignasafni sjóðsins eru nú m.a. lög Justin Timberlake, Beyonce og Kaiser Chiefs. Þá á sjóðurinn einnig réttindin á tónverkum klassískra tónlistarmanna eins og Stravinsky og Rachmaninov. Reuters segir ennfremur að nú hafi sjóðurinn áhuga á að kaupa lagasafn Bítlanna sem var í eigu Jacksons, það er svo framarlega sem fjölskyldan vilji selja það. „Við höfum ætíð áhuga á góðum fjárfestingarmöguleikum. Bítla-safnið er að sjálfsögðu eitt af því fallegasta í sögu poppsins," segir talsmaður ABP. Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hinn opinberi lífeyrissjóður ABP í Hollandi hagnast nú vel á andláti Michael Jackson því sjóðurinn á réttindin á hluta af lagasafni Jacksons. Eftirspurn eftir lögum Jackson hefur verið gríðarleg frá því hann lést í vikunni og í hvert sinn sem lag eftir hann er spilað fljóta peningar inn í sjóði ABP, það er af þeim lögum sem sjóðurinn á. „Það eru ætíð ákveðin lög sem skyndilega verða vinsæl af einni eða öðrum ástæðum, í þetta sinn vegna hörmulegs atburðar," segir talsmaður ABP í samtali við Reuters. „Þetta getur verið grundvöllur fjárfestingar." Talsmaðurinn vildi ekki gefa upp hve miklar fjárhæðir er um að ræða hvað Jackson varðar. ABP eyddi 140 milljónum evra, eða um 25 milljörðum kr., á síðasta ári við að kaupa lagasöfn af þekktum dægurlagastjörnum. Í þessu eignasafni sjóðsins eru nú m.a. lög Justin Timberlake, Beyonce og Kaiser Chiefs. Þá á sjóðurinn einnig réttindin á tónverkum klassískra tónlistarmanna eins og Stravinsky og Rachmaninov. Reuters segir ennfremur að nú hafi sjóðurinn áhuga á að kaupa lagasafn Bítlanna sem var í eigu Jacksons, það er svo framarlega sem fjölskyldan vilji selja það. „Við höfum ætíð áhuga á góðum fjárfestingarmöguleikum. Bítla-safnið er að sjálfsögðu eitt af því fallegasta í sögu poppsins," segir talsmaður ABP.
Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira