Viðskipti innlent

Krónan veikist áfram, pundið í 200 krónur

Gengi krónunnar hefur veikst um rúmlega 1,3% í dag og kemur sú veiking í kjölfar um 2% falls fyrr í vikunni. Breska pundið kostar nú rétt tæpar 200 kr. eða 199,9 kr.

Gengisvísitalan er komin í 230 stig. Dollarinn er kominn í rúmar 1°28 kr., danska krónan stefnir hraðbyri í 24 kr. og evran er komin í 176,4 kr. eftir að hafa verið stöðugt í kringum 170 kr. um nokkurt skeið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×