Viðskipti innlent

Nordea mælir með sölu á Atlantic Petroleum

Atlantic Petroleum birtir uppgjör sitt yfir fyrsta ársfjórðung fyrir opnun markaða á föstudagsmorgun. Nordea bankinn hefur uppfært verðmat sitt á hlutnum í félaginu úr 315 dkr. í 330 dkr.í kauphöllinni í Kaupmannahöfn en mælir samt með sölu. Ástæðan eru áhyggjur af skuldastöðu félagsins.

Í frétt á börsen.dk segir að Nordea hefur breytt væntingum sínum um brúttóhagnað Atlantic Petroleum á tímbilinu úr 20-25 milljónum dkr. og í 50 milljónir dkr. Fyrri væntingar byggðu á olíuverði sem var metið að meðaltali 45 dollarar fyrir tunnuna. Endurmatið byggir á að olíuverðið verður 53 dollarar á tunnuna.

Því hefur Nordea ákveðið að uppfæra verðmat sitt á hlut eins og að framan greinir. En heldur ráðgjöf sinni um sölu sökum óvissu um hve skuldir Atlantic Petroleum eru miklar.

Nordea reiknar ekki með að skuldastaðan muni skýrast í uppgjörinu þar sem langtímalausn á skuldum félagsins er bundið við árangurinn á Ettrick svæðinu. Þar er enn beðið eftir að framleiðsla fari í gang á svæðinu. Því lengur sem líður að engin olía kemur upp á yfirborðið því lengur munu engir banka vilja endurfjármagna félagið.

Nordea væntir þó þess að olían byrji að streyma frá Ettrick á öðrum ársfjórðungi eða þeim þriðja. Það er í takt við tilkynningar samstarfsaðila félagsins á svæðinu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×