Horfa á til verðmætis en ekki markaðsverðs 20. maí 2009 08:25 Hermann Guðmundsson Þegar hlutabréfamarkaður er dauður er verðmyndun á markaði ekki virk og skráð verðmæti hlutabréfa einskis virði sem viðmið,“ segir Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri BNT, móðurfélags N1. Fjárfestingarfélagið Naust er að stórum hluta í eigu BNT, en Íslandsbanki hefur leyst til sín eign Nausts og fleiri félaga í Icelandair Group. Hermann gagnrýnir yfirtökuverðið og segir það of lágt. „Frekar þarf að horfa á verðmæti félaganna sem eru í rekstri og eigið fé þeirra.“ Hann segist þó ekki telja bankann fara fram í mótsögn við gerða samninga í upptöku á bréfum Icelandair, enda miði veðkallið við skráð verð hlutabréfa og hækkun erlendra lána. „Um það eru klásúlur í lánasamningum. Hins vegar, þegar gengið er til loka í svona máli og bankinn leysir eignina til sín, er að mínu mati óeðlilegt að bankinn geri það langt undir mati á sannanlegu virði. Hjá einhverjum getur þetta skipt sköpum um hvort innistæða sé fyrir veðkalli eða ekki.“ Hermann segir jafnframt umhugsunarefni hvort bankarnir eigi að ganga hart fram um þessar mundir í að leysa til sín eignir. „Það hlýtur að þurfa að horfa til þess að krónan er í sinni lægstu stöðu og hlutabréfamarkaður líka. Og þá nota bankarnir tækifærið og ganga á veð. Halda má því fram að það sé eðlilegt og sanngjarnt, en minn punktur hefur verið sá að bankarnir hrundu yfir atvinnulífið, en ekki öfugt. Menn ættu að ganga hægt um gleðinnar dyr í að hreinsa út fjárfesta og hluthafa í íslensku atvinnulífi. Ekkert liggur á. Rekstur félaganna batnar hvorki né breytist“ Hermann kveðst þó vita að einhvers staðar þurfi bankarnir að byrja á þeim uppgjörsmálum sem bíði, öðru vísi minnki ekki verkefnabunkinn. „En út frá hagsmunum atvinnulífsins lá ekkert á, þótt vera kunni að bankinn hafi annarra hagsmuna að gæta.“ Kristján Jóhannsson, lektor í fjármálafræðum við Háskóla Íslands, segir að séu menn ekki ánægðir með yfirtökuverð fyrirtækja og telji það ekki endurspegla rétt verð sé lagalegur réttur þeirra að fara í mál og krefjast mats. „Og það er alvanalegt. Til dæmis þegar félög hafa verið tekin af markaði. Og fræðin leggja fram ákveðnar aðferðir við matið ef menn eru ósáttir,“ segir hann. Almennt segir Kristján hins vegar litið svo á að verð sem fáist á markaði sé „réttasta“ verð. „Það er það verð sem einhver er til í að kaupa og selja á. Hins vegar hefur markaðurinn hér verið þannig að viðskipti hafa verið lítil með skráð félög og verðmyndun því ekki verið mjög virk. Hugsanlega eru þá lítil viðskipti á bak við það verð sem haft er til viðmiðunar og þá er rétt að skoða það betur.“- óká Markaðir Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fleiri fréttir Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Sjá meira
Þegar hlutabréfamarkaður er dauður er verðmyndun á markaði ekki virk og skráð verðmæti hlutabréfa einskis virði sem viðmið,“ segir Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri BNT, móðurfélags N1. Fjárfestingarfélagið Naust er að stórum hluta í eigu BNT, en Íslandsbanki hefur leyst til sín eign Nausts og fleiri félaga í Icelandair Group. Hermann gagnrýnir yfirtökuverðið og segir það of lágt. „Frekar þarf að horfa á verðmæti félaganna sem eru í rekstri og eigið fé þeirra.“ Hann segist þó ekki telja bankann fara fram í mótsögn við gerða samninga í upptöku á bréfum Icelandair, enda miði veðkallið við skráð verð hlutabréfa og hækkun erlendra lána. „Um það eru klásúlur í lánasamningum. Hins vegar, þegar gengið er til loka í svona máli og bankinn leysir eignina til sín, er að mínu mati óeðlilegt að bankinn geri það langt undir mati á sannanlegu virði. Hjá einhverjum getur þetta skipt sköpum um hvort innistæða sé fyrir veðkalli eða ekki.“ Hermann segir jafnframt umhugsunarefni hvort bankarnir eigi að ganga hart fram um þessar mundir í að leysa til sín eignir. „Það hlýtur að þurfa að horfa til þess að krónan er í sinni lægstu stöðu og hlutabréfamarkaður líka. Og þá nota bankarnir tækifærið og ganga á veð. Halda má því fram að það sé eðlilegt og sanngjarnt, en minn punktur hefur verið sá að bankarnir hrundu yfir atvinnulífið, en ekki öfugt. Menn ættu að ganga hægt um gleðinnar dyr í að hreinsa út fjárfesta og hluthafa í íslensku atvinnulífi. Ekkert liggur á. Rekstur félaganna batnar hvorki né breytist“ Hermann kveðst þó vita að einhvers staðar þurfi bankarnir að byrja á þeim uppgjörsmálum sem bíði, öðru vísi minnki ekki verkefnabunkinn. „En út frá hagsmunum atvinnulífsins lá ekkert á, þótt vera kunni að bankinn hafi annarra hagsmuna að gæta.“ Kristján Jóhannsson, lektor í fjármálafræðum við Háskóla Íslands, segir að séu menn ekki ánægðir með yfirtökuverð fyrirtækja og telji það ekki endurspegla rétt verð sé lagalegur réttur þeirra að fara í mál og krefjast mats. „Og það er alvanalegt. Til dæmis þegar félög hafa verið tekin af markaði. Og fræðin leggja fram ákveðnar aðferðir við matið ef menn eru ósáttir,“ segir hann. Almennt segir Kristján hins vegar litið svo á að verð sem fáist á markaði sé „réttasta“ verð. „Það er það verð sem einhver er til í að kaupa og selja á. Hins vegar hefur markaðurinn hér verið þannig að viðskipti hafa verið lítil með skráð félög og verðmyndun því ekki verið mjög virk. Hugsanlega eru þá lítil viðskipti á bak við það verð sem haft er til viðmiðunar og þá er rétt að skoða það betur.“- óká
Markaðir Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fleiri fréttir Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Sjá meira