Trulli tileinkaði fórnarlömbum jarðskjálta árangurinn 25. apríl 2009 18:09 Sebastian Vettel, Jarno Trulli og Timo Glock voru fremstir í tímatökum í Bahrain í dag. Mynd: Getty Images Formúlu 1 ökumaðurinn Jarno Trulli frá Ítalíu tileinkaði árangurinn í tímatökum í Bahrain í dag fórnarlömbum jarðaskjálftahrinu í héraðinu Ambruzzo á Ítalíu fyrir nokkrum vikum. Hann býr sjálfur í Pescara á Ítalíu sem er í sama héraði. "Það er frábært að vera aftur fremstur á ráslínu. Mótshelgin hefur gengið vel, nema í morgun að þá lenti ég í vandræðum með bremsukerfið. Ég hef smávegis áhyggjur af því fyrir kappaksturinn. Það reynir mikið á bremsurnar á þessari braut. Pedallinn varð linari og linari eftir því sem á leið tímatökuna", sagði Trulli eftir tímatökuna í Bahrain sem var mjög spennandi. "Ég hef náð að halda dekkjunum góðum og það er lokst að allt að ganga upp samkvæmt plani. Fyrstu þrjú mótin voru ekkert sérlega góð. Það vil ég tileinka þennan ráspól liði mínu og fólkinu heima í Abruzzo á Ítalíu sem upplifði skelfilegan jarðskjálfta í síðustu viku", sagði Trulli. Keppnisgalli hans var merktur Abruzzo héraðinu og hjartalaga merki og hann benti ákaft á merkið eftir að hann fagnaði ráspólnum. Kappaksturinn í Bahrain er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11:30 á sunnudag. sjá fleiri ummæli ökumanna Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Formúlu 1 ökumaðurinn Jarno Trulli frá Ítalíu tileinkaði árangurinn í tímatökum í Bahrain í dag fórnarlömbum jarðaskjálftahrinu í héraðinu Ambruzzo á Ítalíu fyrir nokkrum vikum. Hann býr sjálfur í Pescara á Ítalíu sem er í sama héraði. "Það er frábært að vera aftur fremstur á ráslínu. Mótshelgin hefur gengið vel, nema í morgun að þá lenti ég í vandræðum með bremsukerfið. Ég hef smávegis áhyggjur af því fyrir kappaksturinn. Það reynir mikið á bremsurnar á þessari braut. Pedallinn varð linari og linari eftir því sem á leið tímatökuna", sagði Trulli eftir tímatökuna í Bahrain sem var mjög spennandi. "Ég hef náð að halda dekkjunum góðum og það er lokst að allt að ganga upp samkvæmt plani. Fyrstu þrjú mótin voru ekkert sérlega góð. Það vil ég tileinka þennan ráspól liði mínu og fólkinu heima í Abruzzo á Ítalíu sem upplifði skelfilegan jarðskjálfta í síðustu viku", sagði Trulli. Keppnisgalli hans var merktur Abruzzo héraðinu og hjartalaga merki og hann benti ákaft á merkið eftir að hann fagnaði ráspólnum. Kappaksturinn í Bahrain er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11:30 á sunnudag. sjá fleiri ummæli ökumanna
Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira