Handbolti

Ólafur og Snorri skoruðu í sigurleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Valur í leiknum í dag.
Guðjón Valur í leiknum í dag. Nordic Photos / Bongarts
Ólafur Stefánsson og Snorri Steinn Guðjónsson komust báðir á blað í fyrsta leik Rhein-Neckar Löwen í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Liðið vann Lübbecke á heimavelli, 29-23.

Snorri Steinn gekk til liðs við félagið í gær og skoraði eitt mark í dag. Ólafur Stefánsson skoraði þrjú mörk í leiknum.

Guðjón Valur Sigurðsson er fyrirliði Rhein-Neckar Löwen en komst ekki á blað í dag. Bæði hann og Ólafur misnotuðu reyndar víti í dag.

Þórir Ólafsson skoraði fjögur mörk fyrir Lübbecke í leiknum.

Þá skoraði Róbert Gunnarsson fimm mörk fyrir Gummersbach sem vann öruggan sigur á Düsseldorf, 31-18. Sturla Ásgeirsson skoraði eitt mark í leiknum og misnotaði einnig eitt víti í sínum leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×