Erlent

Þrettán ára stelpa rúllaði upp köllunum

Óli Tynes skrifar
Elly Deacon við traktorinn sinn.
Elly Deacon við traktorinn sinn.

Veðurbarðir breskir bændur stóðu gapandi af undrun þegar þrettán ára gömul stelpa  á sex tonna John Deere traktor vann sigur í akur-plægingarkeppni í Herefordsskíri á dögunum.

Það sem verra var Elly Deacon hafði lært að keyra traktor fyrir aðeins fjórum dögum.

Og það var ekkert smá viðvik sem Elly þurfti að takast á við.

Eins og aðrir þáttakendur fékk hún þrjár klukkustundir til þess að plægja sextán ferkílómetra akur með fimm blaða Dowdeswell plógi.

Og Elly hreinlega plægði keppinauta sína undir. Plógför hennar voru þráðbein og beygjurnar eins og hjá ballerínu.

Keppendurnir voru fjörutíu talsins og sumir þeirra höfðu yfir fimmtíu ára reynslu.

Elly hefur þegar verið tilnefnd í landskeppnina á næsta ári






Fleiri fréttir

Sjá meira


×