Erlent

Einn mannskæðasti bardagi í Afganistan fram að þessu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Bandarískir hermenn í Afganistan.
Bandarískir hermenn í Afganistan.

Hermenn NATO drápu rúmlega hundrað uppreisnarmenn í Nuristan í Austur-Afganistan á laugardaginn og er þar um að ræða einn mannskæðasta bardaga í stríðinu í Afganistan fram að þessu en það hefur nú varað í átta ár. Uppreisnarmennirnir gerðu árás á tvær herstöðvar NATO með liðsinni talibana og félögum úr Hezb-i-Islami-samtökunum en þau lúta stjórn Gulbuddin Hekmatyar sem á sínum tíma tók þátt í bardögum við her Sovétríkjanna þegar Afganistan átti í stríði við þau fyrir þremur áratugum. Bardaginn á laugardaginn stóð í 13 klukkustundir og féllu átta bandarískir hermenn auk þeirra sem féllu úr röðum uppreisnarmanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×