Erlent

Til eru fræ sem fengu þennan dóm

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Kannabisfræ. Fræin í Japan verða aldrei blóm frekar en þau sem Davíð Stefánsson kvað um og vísað er til í fyrirsögn.
Kannabisfræ. Fræin í Japan verða aldrei blóm frekar en þau sem Davíð Stefánsson kvað um og vísað er til í fyrirsögn.

Tíu manns eru í haldi lögreglunnar í Osaka í Japan, tveir fyrir að bjóða kannabisfræ til sölu á Netinu og átta fyrir að þiggja boðið og kaupa fræ af mönnunum. Kaupendurnir eru flestir framhaldsskólanemendur og höfðu þeir ætlað sér að rækta kannabisplöntur af fræjunum og nota græðlinga af þeim meiði til að auka sér úthald við námið. Dagblaðið Yomiuri Shimbun greindi frá þessu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×