Íslendingar ber ekki að taka á sig allar Icesave skuldbindingarnar Sigríður Mogensen skrifar 20. júlí 2009 12:02 Eiríkur Tómasson telur að ekki eigi að dreifa greiðslunum úr þrotabúinu. Mynd/ GVA. Íslendingar taka á sig mun meiri skuldbindingar vegna Icesave, en þeim ber, að mati lagaprófessors og hæstaréttarlögmanna. Umfram skuldbindingar nemi um þrjúhundruð milljörðum króna. Eins og við greindum frá í síðustu viku kveður Icesave samningurinn á um mun víðtækari greiðslur en lög um innistæðutryggingar kveða á um. Ástæðan er sú að við greiðum lágmarkstrygginguna 20.887 evrur af hverjum Icesave reikningi, en á sama tíma fá Hollendingar og Bretar tæpan helming af þrotabúi Landsbankans á móti Íslendingum. Talið er að vegna þessa séu Íslendingar að taka á sig um 300 milljarða aukalega. Fréttastofa hefur undir höndum lögfræðilega álitsgerð frá hæstaréttarlögmönnunum Ragnari Hall og Herði Herðissyni þar sem þetta er gagnrýnt. Í morgunblaðinu í dag er haft eftir Ragnari Hall að Alþingi megi ekki samþykkja samninginn óbreyttan. Hann telur að gera verði fyrirvara um að þær reglur sem gengið er út frá um úthlutun úr þrotabúi Landsbankans upp í kröfur vegna Icesave verði endurskoðaðar. Ragnar segir að Icesave samningurinn, eins og hann er nú, kveði á um greiðslu sem sé mun víðtækari en Íslendingum bar nokkurn tímann að greiða. Eiríkur Tómasson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, tekur undir með Ragnari í Morgunblaðinu í dag. Eiríkur telur að þegar greiða eigi úr þrotabúi Landsbankans eigi fyrst að greiða upp í lágmarksábyrgð íslenska innistæðutryggingasjóðsins en ekki dreifa greiðslum úr þrotabúinu jafnt á íslenska tryggingasjóðinn, tryggingasjóðina í Bretlandi og Hollandi og svo á aðra kröfuhafa. Um þetta snúist deilan. Eiríkur segir ekki koma til mála að við tökum á okkur meiri skuldbindingar en okkur beri skylda til. Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Íslendingar taka á sig mun meiri skuldbindingar vegna Icesave, en þeim ber, að mati lagaprófessors og hæstaréttarlögmanna. Umfram skuldbindingar nemi um þrjúhundruð milljörðum króna. Eins og við greindum frá í síðustu viku kveður Icesave samningurinn á um mun víðtækari greiðslur en lög um innistæðutryggingar kveða á um. Ástæðan er sú að við greiðum lágmarkstrygginguna 20.887 evrur af hverjum Icesave reikningi, en á sama tíma fá Hollendingar og Bretar tæpan helming af þrotabúi Landsbankans á móti Íslendingum. Talið er að vegna þessa séu Íslendingar að taka á sig um 300 milljarða aukalega. Fréttastofa hefur undir höndum lögfræðilega álitsgerð frá hæstaréttarlögmönnunum Ragnari Hall og Herði Herðissyni þar sem þetta er gagnrýnt. Í morgunblaðinu í dag er haft eftir Ragnari Hall að Alþingi megi ekki samþykkja samninginn óbreyttan. Hann telur að gera verði fyrirvara um að þær reglur sem gengið er út frá um úthlutun úr þrotabúi Landsbankans upp í kröfur vegna Icesave verði endurskoðaðar. Ragnar segir að Icesave samningurinn, eins og hann er nú, kveði á um greiðslu sem sé mun víðtækari en Íslendingum bar nokkurn tímann að greiða. Eiríkur Tómasson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, tekur undir með Ragnari í Morgunblaðinu í dag. Eiríkur telur að þegar greiða eigi úr þrotabúi Landsbankans eigi fyrst að greiða upp í lágmarksábyrgð íslenska innistæðutryggingasjóðsins en ekki dreifa greiðslum úr þrotabúinu jafnt á íslenska tryggingasjóðinn, tryggingasjóðina í Bretlandi og Hollandi og svo á aðra kröfuhafa. Um þetta snúist deilan. Eiríkur segir ekki koma til mála að við tökum á okkur meiri skuldbindingar en okkur beri skylda til.
Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira