Segir þjónustuíbúðir aldraðra allt of dýrar 15. desember 2009 04:45 Öryggisíbúðir Í öryggisíbúðum Eirar er hjúkrunarfræðingur á vakt allan sólarhringinn og ýmiss konar öryggisbúnaður fyrir íbúa.Fréttablaðið/Hörður Afar óeðlilegt er að leiguverð í nýjum þjónustuíbúðum fyrir aldraða sem velferðarsvið Reykjavíkurborgar úthlutar sé svo hátt að þeir tekjulægstu í hópi aldraðra hafi engan möguleika á að greiða húsaleiguna, segir Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Með þjónustugjaldi gætu leigjendur í nýjum þjónustuíbúðum Eirar við Fróðengi þurft að greiða um 115 þúsund fyrir um 40 fermetra íbúð, eða um 165 þúsund fyrir rúmlega 60 fermetra íbúð, samkvæmt upplýsingum frá velferðarsviði borgarinnar. Íbúðirnar eru nýjar, og í fyrsta áfanga eru tvær 40 fermetra íbúðir og fimm 60 fermetra íbúðir sem velferðarsvið hefur til útleigu. Björk bendir á að eitt af þeim skilyrðum sem fólk þurfi að uppfylla til að fá þjónustuíbúð eldri borgara á vegum borgarinnar sé að hafa að mati félagsráðgjafa ekki möguleika á því að kaupa eigið húsnæði eða búseturétt sem henti. „Það er ekki eðlilegt að við séum að greiða fólki laun og lífeyri sem dugir ekki fyrir leigu á svo litlum íbúðum,“ segir Björk. Eldri borgarar sem hafa eingöngu tekjur frá Tryggingastofnun hafa um 155 þúsund krónur útborgaðar á mánuði. Við það geta bæst 18 þúsund króna húsaleigubætur, samtals 173 þúsund krónur. Vildi eldri borgari með þær tekjur leigja 40 fermetra íbúð ætti hann um 53 þúsund krónur eftir á mánuði þegar leigan væri greidd. Þá er leiguverð á hvern fermetra, með öllu inniföldu, umtalsvert hærra í þjónustuíbúðunum en á almennum markaði, eins og sjá má í meðfylgjandi töflu. Jórunn Frímannsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að borgin sé nú að fara yfir reglur um sérstakar húsaleigubætur með það í huga að fólk sem leigir íbúðir sem þessar geti átt rétt á bótunum. Þær geta numið rúmlega 15 þúsund krónum á mánuði að hámarki. „Ef það kemur í ljós að enginn hefur efni á að leigja þessar íbúðir verður að endurskoða úthlutun í íbúðirnar,“ segir Jórunn. Hún segist sannfærð um að leigjendur fáist í íbúðirnar. Björk segir að þörf sé á nýjum hugsunarhætti í búsetumálum aldraðra. Það sé úrelt hugsun að aldraðir sem búi í húsnæði sem henti þurfi að flytja í sérstakar þjónustuíbúðir til að fá þá þjónustu sem þeir þurfi. Jórunn bendir á að slík þjónusta sé þegar til staðar, og sífellt verið að þróa hana. Einnig sé ljóst að eldri borgarar sæki það margir fast að komast í sérstakar þjónustuíbúðir, og við því sé borgin að bregðast. brjann@frettabladid.is Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Afar óeðlilegt er að leiguverð í nýjum þjónustuíbúðum fyrir aldraða sem velferðarsvið Reykjavíkurborgar úthlutar sé svo hátt að þeir tekjulægstu í hópi aldraðra hafi engan möguleika á að greiða húsaleiguna, segir Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Með þjónustugjaldi gætu leigjendur í nýjum þjónustuíbúðum Eirar við Fróðengi þurft að greiða um 115 þúsund fyrir um 40 fermetra íbúð, eða um 165 þúsund fyrir rúmlega 60 fermetra íbúð, samkvæmt upplýsingum frá velferðarsviði borgarinnar. Íbúðirnar eru nýjar, og í fyrsta áfanga eru tvær 40 fermetra íbúðir og fimm 60 fermetra íbúðir sem velferðarsvið hefur til útleigu. Björk bendir á að eitt af þeim skilyrðum sem fólk þurfi að uppfylla til að fá þjónustuíbúð eldri borgara á vegum borgarinnar sé að hafa að mati félagsráðgjafa ekki möguleika á því að kaupa eigið húsnæði eða búseturétt sem henti. „Það er ekki eðlilegt að við séum að greiða fólki laun og lífeyri sem dugir ekki fyrir leigu á svo litlum íbúðum,“ segir Björk. Eldri borgarar sem hafa eingöngu tekjur frá Tryggingastofnun hafa um 155 þúsund krónur útborgaðar á mánuði. Við það geta bæst 18 þúsund króna húsaleigubætur, samtals 173 þúsund krónur. Vildi eldri borgari með þær tekjur leigja 40 fermetra íbúð ætti hann um 53 þúsund krónur eftir á mánuði þegar leigan væri greidd. Þá er leiguverð á hvern fermetra, með öllu inniföldu, umtalsvert hærra í þjónustuíbúðunum en á almennum markaði, eins og sjá má í meðfylgjandi töflu. Jórunn Frímannsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að borgin sé nú að fara yfir reglur um sérstakar húsaleigubætur með það í huga að fólk sem leigir íbúðir sem þessar geti átt rétt á bótunum. Þær geta numið rúmlega 15 þúsund krónum á mánuði að hámarki. „Ef það kemur í ljós að enginn hefur efni á að leigja þessar íbúðir verður að endurskoða úthlutun í íbúðirnar,“ segir Jórunn. Hún segist sannfærð um að leigjendur fáist í íbúðirnar. Björk segir að þörf sé á nýjum hugsunarhætti í búsetumálum aldraðra. Það sé úrelt hugsun að aldraðir sem búi í húsnæði sem henti þurfi að flytja í sérstakar þjónustuíbúðir til að fá þá þjónustu sem þeir þurfi. Jórunn bendir á að slík þjónusta sé þegar til staðar, og sífellt verið að þróa hana. Einnig sé ljóst að eldri borgarar sæki það margir fast að komast í sérstakar þjónustuíbúðir, og við því sé borgin að bregðast. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira