Enski boltinn

Scott Parker orðaður við Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Scott Parker í leik með West Ham.
Scott Parker í leik með West Ham. Nordic Photos / Getty Images

Scott Parker, leikmaður West Ham, var í dag orðaður við Liverpool í enska götublaðinu The Sun.

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, er sagður reiðubúinn að bjóða sex milljónir punda í Parker nú þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar næstkomandi.

Parker var kjörinn leikmaður ársins hjá West Ham á síðasta tímabili en forráðamenn West Ham gætu freistast til að selja Parker til að lækka launakostnað félagsins og fá pening í kassann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×