Hollensk yfirvöld um borð í smyglskútu fyrir Íslandsför 27. júlí 2009 13:45 Smyglskútan Sirtaki. Hollensk tollayfirvöld fóru um borð í skútuna Sirtaki sem smyglaði yfir hundrað kílóum af fíkniefnum til landsins áður en þeir komu til Íslands í apríl síðastliðnum. Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Það voru þeir Rúnar Þór Róbertsson, Árni Hrafn Ásbjörnsson og Hollendingurinn Peter Rabe sem voru á skútunni. Þeir tóku bátinn á leigu í St. Bruges í Belgíu og sigldu í hollenskri landhelgi þegar tollayfirvöld stöðvuðu bátinn og fóru um borð. Í héraðsdómi sögðu þremenningarnir, sem allir hafa neitað sök í málinu, að tollgæslumennirnir hafi vilja fá að sjá vegabréfin þeirra. Peter og Rúnar sýndu þeim vegabréfin en Árni fann ekki sín. Hann sýndi þeim því ökuskírteini sem reyndist nóg. Ekki kom skýrt fram hvort hollensk yfirvöld hafi leitað í skútunni. Til Amsterdam mánuði áður Þá vekur athygli að mánuði áður en þremenningarnir halda af stað til Íslands með fíkniefnin þá keypti Pétur Kúld, sem er ákærður fyrir að hafa sótt fíkniefnin í slöngubát ásamt Halldóri Hlíðari Bergmundssyni og Jónasi Árna Lúðvíkssyni, flugmiða til Amsterdam. Þá hlýtur það að teljast undarleg tilviljun að hann fór með sama flugi og Rúna Þór sem átti eftir að sigla skútunni til Íslands. Ákæruvaldið spurði Pétur hvort hann hefði snætt með þeim Jónasi, Árna Hrafni og Peter Rabe í Amsterdam mánuði fyrir siglinguna. Hann sagðist ekki kannast við það. Hótað á Litla Hrauni Jónas Árni játaði í morgun að hafa sótt fíkniefnin í skútu. Hann sagðist þó ekki geta staðfest hvaða skútu um ræddi þar sem honum hefði verið hótað þegar hann var laus úr gæsluvarðhaldi og fór á almennan gang á Litla Hrauni. Hann sagðist hafa staðið í þeirri trú að hann hefði verið að sækja stera. Með honum í för voru Pétur sem segist ekki hafa vitað hvers eðlis málið væri. Og þá var Halldór Hlíðar einnig með í för. Skemmtiferð - ekki smyglferð Jónas Árni sagði fyrir dómi að þeir hefðu ekki vitað um raunverulegan tilgang ferðarinnar. Hann hafi sagt við þá að um veiði- og skemmtiferð væri að ræða. Hann var með slöngubátinn í eftirdragi og sagði við þá áður að hann vildi fara út á sjó til þess að veiða á bátnum. Það var ekki fyrr en þeir voru komnir út á sjó sem Jónas á að hafa sagt Pétri og Halldóri frá raunverulegum tilgangi ferðarinnar. Þeim hafi brugðið að eigin sögn og viljað fá greitt fyrir. Í fyrstu hafi Jónas boðið þeim 75 þúsund krónur hvorum fyrir aðstoðina. Það verð hafi þó endað í 250 þúsund krónum. Pétur sagði að hann hefði einnig sætt sig við mótor-kross hjól. Þá hafi Halldór sagst vilja fá skammt af sterum að launum. Allir þrír segjast hafa ætlað að sækja stera. Þeir vissu þó að það væri ólöglegt að smygla þeim inn til landsins. Lögreglan stöðvaði för þeirra stuttu eftir að þeir komu til landsins. Eftir talsverða eftirför Landhelgisgæslunnar náðu þeir að handsama þremenningana á bátnum. Vændiskonur upplognar kærustur Þegar báturinn var upphaflega leigður í Belgíu voru nöfn þremenninganna skráð á leiguskjal auk þriggja íslenskra kvenmannsnafna. Peter Rabe sagði að þær ætluðu að sækja konurnar í hollenskri höfn en hætt við. Spurður hverjar þær voru sagði hann að þær væru vændiskonur. Við það uppskar hann hlátur félaga sinna. Síðar kom rannsóknarlögreglumaður fyrir dóm og sagði að í ljós kom að konurnar voru ekki til á neinum skrám. Nöfnin var ekki hægt að finna í þjóðskrá. Líklegast eru þær ekki til að mati lögreglumanna. Þegar blaðamaður ræddi við rannsóknalögreglumenn fyrir utan dómsal fékk hann þær upplýsingar að það væri ekki óalgengt að smyglarar reyndu að vekja sem minnsta tortryggni þegar væri verið að taka skútu á leigu. Þá væri best að láta líta svo út að þrjú pör væru leigutakar en ekki þrír karlmenn. Um þetta atriði var þó ekki rætt í dómsal. Aðstoðaði við rannsókn Jónas Árni og Pétur Kúld vildu ekki segja frá því hjá hverjum þeir sóttu fíkniefnin né við hverja þeir voru í sambandi vegna þeirra. Halldór Hlíðar aftur á móti benti á skútumennina í sakbendingu og sagði einn rannsóknarlögreglumannanna fyrir rétti að hans aðstoð hefði verið mikilvæg. Þá kom einnig fram að hans þáttur í málinu væri minnstur. Hann hefði ekki komið að skipulagningu þess, í það minnsta taldi fíkniefnalögreglan svo. Aðalmeðferð málsins heldur áfram í dag og á morgun náist ekki að klára það fyrir fjögur. Papeyjarmálið Tengdar fréttir Sakborningar segja gleðikonur hafa verið skráðar fyrir Papeyjarskútunni Þrír sakborninga í Papeyjarmálinu sem eiga að hafa siglt fíkniefnunum til Íslands neita allir sök og segjast hafa verið í tveggja vikna fríi á skútunni. Nöfn þriggja íslenskra kvenna voru skráð í áhöfn skútunnar en tveir sakborninga segja þær hafa verið gleðikonur. Þær hafi aldrei komið um borð. 27. júlí 2009 12:04 Var hótað vegna Papeyjarmálsins Jónas Árni Lúðvíksson, einn af sex sakborningum í svokölluðu Papeyjarmáli, segir að honum hafi borist hótanir vegna smyglmálsins þegar hann varð laus úr einangrunarvist í fangelsinu. Menn sem hafi komið að skipulagningu smyglsins hafi sagt honum að honum væri hollast að hafa hljótt um málið. Þetta kom fram í máli Jónasar við aðalmeðferð þess í morgun. 27. júlí 2009 11:54 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Hollensk tollayfirvöld fóru um borð í skútuna Sirtaki sem smyglaði yfir hundrað kílóum af fíkniefnum til landsins áður en þeir komu til Íslands í apríl síðastliðnum. Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Það voru þeir Rúnar Þór Róbertsson, Árni Hrafn Ásbjörnsson og Hollendingurinn Peter Rabe sem voru á skútunni. Þeir tóku bátinn á leigu í St. Bruges í Belgíu og sigldu í hollenskri landhelgi þegar tollayfirvöld stöðvuðu bátinn og fóru um borð. Í héraðsdómi sögðu þremenningarnir, sem allir hafa neitað sök í málinu, að tollgæslumennirnir hafi vilja fá að sjá vegabréfin þeirra. Peter og Rúnar sýndu þeim vegabréfin en Árni fann ekki sín. Hann sýndi þeim því ökuskírteini sem reyndist nóg. Ekki kom skýrt fram hvort hollensk yfirvöld hafi leitað í skútunni. Til Amsterdam mánuði áður Þá vekur athygli að mánuði áður en þremenningarnir halda af stað til Íslands með fíkniefnin þá keypti Pétur Kúld, sem er ákærður fyrir að hafa sótt fíkniefnin í slöngubát ásamt Halldóri Hlíðari Bergmundssyni og Jónasi Árna Lúðvíkssyni, flugmiða til Amsterdam. Þá hlýtur það að teljast undarleg tilviljun að hann fór með sama flugi og Rúna Þór sem átti eftir að sigla skútunni til Íslands. Ákæruvaldið spurði Pétur hvort hann hefði snætt með þeim Jónasi, Árna Hrafni og Peter Rabe í Amsterdam mánuði fyrir siglinguna. Hann sagðist ekki kannast við það. Hótað á Litla Hrauni Jónas Árni játaði í morgun að hafa sótt fíkniefnin í skútu. Hann sagðist þó ekki geta staðfest hvaða skútu um ræddi þar sem honum hefði verið hótað þegar hann var laus úr gæsluvarðhaldi og fór á almennan gang á Litla Hrauni. Hann sagðist hafa staðið í þeirri trú að hann hefði verið að sækja stera. Með honum í för voru Pétur sem segist ekki hafa vitað hvers eðlis málið væri. Og þá var Halldór Hlíðar einnig með í för. Skemmtiferð - ekki smyglferð Jónas Árni sagði fyrir dómi að þeir hefðu ekki vitað um raunverulegan tilgang ferðarinnar. Hann hafi sagt við þá að um veiði- og skemmtiferð væri að ræða. Hann var með slöngubátinn í eftirdragi og sagði við þá áður að hann vildi fara út á sjó til þess að veiða á bátnum. Það var ekki fyrr en þeir voru komnir út á sjó sem Jónas á að hafa sagt Pétri og Halldóri frá raunverulegum tilgangi ferðarinnar. Þeim hafi brugðið að eigin sögn og viljað fá greitt fyrir. Í fyrstu hafi Jónas boðið þeim 75 þúsund krónur hvorum fyrir aðstoðina. Það verð hafi þó endað í 250 þúsund krónum. Pétur sagði að hann hefði einnig sætt sig við mótor-kross hjól. Þá hafi Halldór sagst vilja fá skammt af sterum að launum. Allir þrír segjast hafa ætlað að sækja stera. Þeir vissu þó að það væri ólöglegt að smygla þeim inn til landsins. Lögreglan stöðvaði för þeirra stuttu eftir að þeir komu til landsins. Eftir talsverða eftirför Landhelgisgæslunnar náðu þeir að handsama þremenningana á bátnum. Vændiskonur upplognar kærustur Þegar báturinn var upphaflega leigður í Belgíu voru nöfn þremenninganna skráð á leiguskjal auk þriggja íslenskra kvenmannsnafna. Peter Rabe sagði að þær ætluðu að sækja konurnar í hollenskri höfn en hætt við. Spurður hverjar þær voru sagði hann að þær væru vændiskonur. Við það uppskar hann hlátur félaga sinna. Síðar kom rannsóknarlögreglumaður fyrir dóm og sagði að í ljós kom að konurnar voru ekki til á neinum skrám. Nöfnin var ekki hægt að finna í þjóðskrá. Líklegast eru þær ekki til að mati lögreglumanna. Þegar blaðamaður ræddi við rannsóknalögreglumenn fyrir utan dómsal fékk hann þær upplýsingar að það væri ekki óalgengt að smyglarar reyndu að vekja sem minnsta tortryggni þegar væri verið að taka skútu á leigu. Þá væri best að láta líta svo út að þrjú pör væru leigutakar en ekki þrír karlmenn. Um þetta atriði var þó ekki rætt í dómsal. Aðstoðaði við rannsókn Jónas Árni og Pétur Kúld vildu ekki segja frá því hjá hverjum þeir sóttu fíkniefnin né við hverja þeir voru í sambandi vegna þeirra. Halldór Hlíðar aftur á móti benti á skútumennina í sakbendingu og sagði einn rannsóknarlögreglumannanna fyrir rétti að hans aðstoð hefði verið mikilvæg. Þá kom einnig fram að hans þáttur í málinu væri minnstur. Hann hefði ekki komið að skipulagningu þess, í það minnsta taldi fíkniefnalögreglan svo. Aðalmeðferð málsins heldur áfram í dag og á morgun náist ekki að klára það fyrir fjögur.
Papeyjarmálið Tengdar fréttir Sakborningar segja gleðikonur hafa verið skráðar fyrir Papeyjarskútunni Þrír sakborninga í Papeyjarmálinu sem eiga að hafa siglt fíkniefnunum til Íslands neita allir sök og segjast hafa verið í tveggja vikna fríi á skútunni. Nöfn þriggja íslenskra kvenna voru skráð í áhöfn skútunnar en tveir sakborninga segja þær hafa verið gleðikonur. Þær hafi aldrei komið um borð. 27. júlí 2009 12:04 Var hótað vegna Papeyjarmálsins Jónas Árni Lúðvíksson, einn af sex sakborningum í svokölluðu Papeyjarmáli, segir að honum hafi borist hótanir vegna smyglmálsins þegar hann varð laus úr einangrunarvist í fangelsinu. Menn sem hafi komið að skipulagningu smyglsins hafi sagt honum að honum væri hollast að hafa hljótt um málið. Þetta kom fram í máli Jónasar við aðalmeðferð þess í morgun. 27. júlí 2009 11:54 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Sakborningar segja gleðikonur hafa verið skráðar fyrir Papeyjarskútunni Þrír sakborninga í Papeyjarmálinu sem eiga að hafa siglt fíkniefnunum til Íslands neita allir sök og segjast hafa verið í tveggja vikna fríi á skútunni. Nöfn þriggja íslenskra kvenna voru skráð í áhöfn skútunnar en tveir sakborninga segja þær hafa verið gleðikonur. Þær hafi aldrei komið um borð. 27. júlí 2009 12:04
Var hótað vegna Papeyjarmálsins Jónas Árni Lúðvíksson, einn af sex sakborningum í svokölluðu Papeyjarmáli, segir að honum hafi borist hótanir vegna smyglmálsins þegar hann varð laus úr einangrunarvist í fangelsinu. Menn sem hafi komið að skipulagningu smyglsins hafi sagt honum að honum væri hollast að hafa hljótt um málið. Þetta kom fram í máli Jónasar við aðalmeðferð þess í morgun. 27. júlí 2009 11:54