Erlent

Öflugir vindar hamla slökkvistarfi

Frá slökkvistarfinu í Kaliforníu. Mynd/AP
Frá slökkvistarfinu í Kaliforníu. Mynd/AP
Talið er að öflugir vindar muni hamla slökkvistarfi í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum, en miklir eldar hafa geisað þar frá því í síðustu viku. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir.

Þúsundir slökkviliðsmanna hafa barist við elda í Kaliforníufylki í Bandaríkjunum undanfarna daga og þúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín í nágrenni Santa Cruz.

Eldarnir sem kviknuðu á miðvikudag hafa brennt um ellefu hundruð hektara lands. Á föstudaginn var lýst yfir neyðarástandi á svæðinu. Slökkviliðsmenn vinna nú að því að halda eldtungunum frá nálægum húsum.

Tvær byggingar hafa orðið eldinum að bráð en hann ógnar nú þúsundum heimila. Vindasamt er á svæðinu og er óttast að það muni hamla slökkvistarfi.

Ekki er vitað um upptök eldsins en verið er að rannsaka þau. Ekki hefur verið tilkynnt um slys á fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×