Erlent

Handtekinn eftir tíu bankarán

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Chad Schaffner, meintur bankaræningi.
Chad Schaffner, meintur bankaræningi. MYND/Lögreglan í Callaway-sýslu

Maður, sem grunaður er um að hafa rænt tíu banka í fjórum ríkjum Bandaríkjanna, var handtekinn í Missouri á laugardaginn. Fyrrverandi lögreglumaður, sem látið hefur af störfum fyrir aldurs sakir, sá ræningjann á vegahóteli í borginni Kingdom. Honum fannst grunsamlegt að maðurinn forðaðist augnsamband svo hann fletti upp á vefsíðu sjónvarpsþáttarins „America's Most Wanted". Þar sá hann lýsingu á bíl sem kom heim og saman við bílinn sem ræninginn var á. Lögreglumaðurinn hringdi því í fyrrum samstarfsmenn sína sem brugðust skjótt við og höfðu hendur í hári ræningjans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×