Viðskipti innlent

iPhone í verslanir

Síminn hefur fengið fyrstu sendinguna af iPhone símum og verða þeir seldir í versluninni í Kringlunni. Sala símanna hófst í dag kl 17:00 og eru þeir ólæstir og tilbúnir til notkunar.

Í fyrstu sendingunni er takmarkað magn og símarnir eingöngu seldir í Kringlunni. Það verður því ekki hægt að panta símana á netinu, í gegnum söluver eða fá senda með póstkröfu til að byrja með. Ný sending er væntanleg á næstu dögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×