Erlent

Miliband eyðir stórfé í einkaþotu

David Miliband ásamt Gordon Brown, forsætisráðherra Breta. Mynd/ AP.
David Miliband ásamt Gordon Brown, forsætisráðherra Breta. Mynd/ AP.
David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, ætlar að eyða þúsundum sterlingspunda í einkaþotu til að ferðast um heiminn.

Breska blaðið News of the World gagnrýnir Miliband harðlega fyrir þessa ákvörðun og segir að á meðan skuldir Breta séu í sögulegu hámarki vegna kreppunnar ákveði Miliband að ferðast í fimm stjörnu lúxusþotu fremur en að nýta sér áætlunarflug eins og aðrir. Það þýði að flugferð til Bandaríkjanna og aftur til baka geti kostað 250 þúsund pund, eða um 47 milljónir íslenskra króna. Miliband vill að vélin verði tiltæk þegar að hann þarf að ferðast um heiminn.

Talsmaður Milibands varði ákvörðunina með því að benda á að utanríkisráðuneytið í Bretlandi ætti ekki sína eigin þotu, líkt og tíðkast í mörgum ríkjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×