Glitnir í Noregi fjármagnaði kaup á hlutum í klámfyrirtæki 18. nóvember 2009 09:03 Glitnir Securities, verðbréfamiðlun Glitnis í Noregi, fjármagnaði kaup viðskiptavina sinna á hlutabréfum í klámfyrirtækinu Private Media House. Mikið tap er af þessum kaupum og situr verðbréfamiðlunin RS Platou Markets uppi með það tap en Platou festi kaup á Glitnir Securities eftir bankahrunið í fyrra.Í frétt um málið á vefsíðu Dagens Næringsliv segir að um umfangsmiklar fjárfestingar hafi verið að ræða í klámfyrirtækinu hjá viðskiptavinum Glitnis Securities. Nýlega neyddist Platou að gera veðkall hjá stórum hópi viðskiptavinanna upp á 25 milljónir norskra kr. eða um 550 milljónir kr.Í heildina er tap Platou á hlutabréfunum í klámfyrirtækinu um 110 milljónir norskra kr. eða um 2,4 milljarðar kr.Fram kemur að þegar Platou keypti Glitnir Securities í fyrrahaust hafi fyrrgreindur viðskiptahópur fylgt með í kaupunum enda var fjármögnun hlutafjárkaupanna á hendi Glitnis. Var því um talsverðar skuldbindingar að ræða sem Platou tók að sér. Platou starfar hinsvegar aðallega á sviði skipasölu og olíuvinnslu en ekki í klámbransanum.„Þetta er óheppilegt en við höfum gert það sem við gátum til að koma okkur út úr þessari stöðu," segir Henrik A. Christensen forstjóri RS Platou Markets. „Við höfum tapað töluverðum upphæðum á að fjármagna þessi hlutabréfakaup og erum að koma okkur úr þeirri stöðu. Þetta voru hlutabréf sem Glitnir fjármagnaði og síðan voru samningarnir um þau endurnýjaðir."Christensen segir ennfremur að verðmæti hlutabréfanna í Private Media House hafi verið orðið lítið undir lokin enda hefur fyrirtækið farið illa út úr kreppunni eins og svo mörg önnur en Private Media House er staðsett í Bandaríkjunum. Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnu-eiginmann eða vinnu-eiginkonu Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Glitnir Securities, verðbréfamiðlun Glitnis í Noregi, fjármagnaði kaup viðskiptavina sinna á hlutabréfum í klámfyrirtækinu Private Media House. Mikið tap er af þessum kaupum og situr verðbréfamiðlunin RS Platou Markets uppi með það tap en Platou festi kaup á Glitnir Securities eftir bankahrunið í fyrra.Í frétt um málið á vefsíðu Dagens Næringsliv segir að um umfangsmiklar fjárfestingar hafi verið að ræða í klámfyrirtækinu hjá viðskiptavinum Glitnis Securities. Nýlega neyddist Platou að gera veðkall hjá stórum hópi viðskiptavinanna upp á 25 milljónir norskra kr. eða um 550 milljónir kr.Í heildina er tap Platou á hlutabréfunum í klámfyrirtækinu um 110 milljónir norskra kr. eða um 2,4 milljarðar kr.Fram kemur að þegar Platou keypti Glitnir Securities í fyrrahaust hafi fyrrgreindur viðskiptahópur fylgt með í kaupunum enda var fjármögnun hlutafjárkaupanna á hendi Glitnis. Var því um talsverðar skuldbindingar að ræða sem Platou tók að sér. Platou starfar hinsvegar aðallega á sviði skipasölu og olíuvinnslu en ekki í klámbransanum.„Þetta er óheppilegt en við höfum gert það sem við gátum til að koma okkur út úr þessari stöðu," segir Henrik A. Christensen forstjóri RS Platou Markets. „Við höfum tapað töluverðum upphæðum á að fjármagna þessi hlutabréfakaup og erum að koma okkur úr þeirri stöðu. Þetta voru hlutabréf sem Glitnir fjármagnaði og síðan voru samningarnir um þau endurnýjaðir."Christensen segir ennfremur að verðmæti hlutabréfanna í Private Media House hafi verið orðið lítið undir lokin enda hefur fyrirtækið farið illa út úr kreppunni eins og svo mörg önnur en Private Media House er staðsett í Bandaríkjunum.
Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnu-eiginmann eða vinnu-eiginkonu Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira