Í ráðgjöf AGS er meiri pólitík en hagfræði Óli Kristján Ármannsson skrifar 3. júní 2009 05:45 Skuggabankastjórnin Ingólfur Bender, Ólafur Ísleifsson og Þórður Friðjónsson eru sammála um að sjónarmið Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að hér eigi að hægja á lækkunarferli stýrivaxta stýrist af öðru en hagfræðilegum rökum. Allir telja þeir að halda eigi áfram á fremur brattri lækkunarbraut og þótt þeir hafi komið til fundar hver með sína uppástunguna að lækkun deila þeir ekki um hálfa prósentu til eða frá. Markaðurinn/Vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands lýsti því yfir við síðustu ákvörðun sína um stýrivexti í maíbyrjun, þegar vextir voru lækkaðir um 2,5 prósentustig, í 13 prósent, að á næsta ákvörðunardegi yrði haldið áfram á svipaðri braut, með veglegri lækkun. Stefnan sem þar var mörkuð er í samræmi við álit skuggabankastjórnar Markaðarins sem birt var deginum áður. Síðan þetta var hafa fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), fyrst Franek Rozwodowski, sendifulltrúi sjóðsins, með aðsetur hér á landi og svo fulltrúar sendinefndar AGS um málefni Íslands, lýst þeirri skoðun að frekari lækkun stýrivaxta sé óráðleg að sinni. Vísað er til mikilvægis þess að stíga varlega til jarðar og huga vandlega að áhrifum ákvörðunarinnar á gengi krónunnar. Deila ekki áhyggjum AGSÓlafur Ísleifsson Markaðslausn, ekki höft og ríkisafskipti Á vettvangi gjaldeyris- og peningamála standa tvö mannanna verk endurreisn efnahagslífs fyrir þrifum: Ofurvextir Seðlabanka 13% sem leiða til hærri útlánsvaxta en nokkur atvinnustarfsemi getur staðið undir. Gjaldeyrishöft sem draga efnahagslífið áratugi aftur í tímann og gætu fest sig í sessi eftir því sem þau eru hert oftar og standa lengur. Ákvörðun um stýrivexti þarf að styðjast við raunhæfar forsendur um þróun verðlags, horfur á gjaldeyrismarkaði og almenn skilyrði í þjóðarbúskapnum. • Í mars, apríl og maí hefur árshækkun verðlags undangengna þrjá mánuði verið á bilinu 7-10% þrátt fyrir nokkurt bakslag í liðnum mánuði. • Gengi krónunnar ræðst á nær óvirkum markaði. Miðað við þróun gengisins virðist erfitt að koma augum á að hún lúti neinum skynsamlegum markaðslögmálum eða að óyggjandi samband ríki milli stýrivaxta og gengis krónunnar eins og peningastefnunefnd Seðlabankans virðist hafa haft í huga á síðasta fundi sínum. • Almenn skilyrði í þjóðarbúskapnum birtast í óviðunandi starfsskilyrðum fyrirtækja vegna óhóflegs fjármagnskostnaðar og vaxandi atvinnuleysis. Hvarvetna í nágrannalöndunum hafa seðlabankar beitt sér gegn kreppunni með lækkun stýrivaxta sem liggja yfirleitt á bilinu 0-2%. Í þessu ljósi er ekki ástæða til að hverfa frá markaðri stefnu á síðasta fundi skuggabankastjórnar um 3% lækkun á stýrivöxtum Seðlabankans. Viðraðar hafa verið hugmyndir um að breyta gjaldeyrislánum og verðtryggðum lánum yfir í óverðtryggð krónulán gegn því að slíkur flutningur ætti sér stað á lægri gengis- og neysluverðsvísitölu en nú ríkir til að bæta fyrir hærri vexti en á eldri skuldbindingum. Samhliða yrði sett þak á vaxtagreiðslur þannig að vextir umfram þakið bættust aftan við höfuðstól. Hugmyndir af þessu tagi ganga út á að rjúfa tengsl efnahagsreikninga fyrirtækja og heimila við gengi og vísitölu. Ef ítarleg athugun leiddi í ljós að þessi leið væri fær yrði rutt úr vegi mikilvægri ástæðu til að stritast við að halda genginu frá því að leita enn frekar niður á við. Þar með mætti sleppa takinu á krónunni með gjaldeyrishöftum og hávöxtum og hverfa frá hvoru tveggja. Valin yrði markaðslausn í stað haftabúskapar og ríkisafskipta. Endurreisn efnahagslífsins kallar á skýra stefnu um framtíðarskipan gjaldeyris- og peningamála. Þess vegna er brýnt að taka upp viðræður við Evrópusambandið um samstarf í gjaldeyrismálum á grundvelli fyrirhugaðrar umsóknar um aðild að Evrópusambandinu. Niðurstaða: 3,0 prósentustiga lækkunSkuggabankastjórn Markaðarins er hins vegar samróma í því áliti sínu að ekki beri að hverfa af braut stærri skrefa í ákvörðunum um lækkun stýrivaxta. Samdóma álit stjórnarinnar að þessu sinni er að mæla með 2,5 prósentustiga lækkun stýrivaxta, sem þá yrðu 10,5 prósent. Með því yrði heldur hægt á lækkunarferlinu miðað við fyrra álit skuggabankastjórnarinnar, en þar ræður helst þróun efnahagsmála frá síðustu ákvörðun. Verðbólga er heldur hærri en spár gerðu ráð fyrir og minna fer fyrir aðhaldi og stefnu í ríkisfjármálum en stefnt var að og uppi er ákveðin óvissa í kjaramálum. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir að þótt ákveðinn hrollur hafi farið um menn vegna verðbólgumælingarinnar í maí sé ástæðulaust að fara á taugum yfir henni. „Meðal annars eru notaðar vafasamar aðferðir við mælinguna, sérstaklega hvað húsnæðisverðið varðar," segir hann og telur ekki nokkurt vit í að taka inn í mælingu á húsnæðisverði makaskiptasamninga, enda liggi þar ekki annað á bak við en sýndarverð. „Mér finnst eindregið að við svona mælingar eigi bara að taka raunveruleg verð þar sem raunveruleg viðskipti liggja að baki." Öll skynsamleg hagræn rök styðji áfram við hratt vaxtalækkunarferli, þótt aðeins megi hægja á því nú vegna óvissu sem sé uppi um áðurnefnd atriði. Skuggabankastjórnin deilir hins vegar ekki áhyggjum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins af áhrifum vaxtaákvarðana á gengi krónunnar og telur raunar að tregða sjóðsins þegar kemur að stýrivaxtaákvörðunum sé til komin af öðrum ástæðum. „Ég deili ekki áhyggjum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að vaxtalækkun hafi neikvæð áhrif á krónuna. Í þeim efnum er nærtækt að benda á það lækkunarferli sem Seðlabankinn hefur verið í og áhrif sem það hefur haft á krónuna hingað til," segir Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Glitnis. Ólafur Ísleifsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir jafnframt erfitt að koma auga á að gengi krónunnar ráðist af „neinum skynsamlegum markaðslögmálum" eða sambandi við stýrivexti og bendir á að peningastefnunefnd Seðlabankans virðist hafa haft slík sjónarmið í huga á síðasta fundi sínum. „Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins veltir upp þessu máli, en heldur því fram órökstutt að varast verði vaxtalækkanir vegna áhrifa á gengi." Ofurvextir ýta undir vantrúIngólfur Bender Deilir ekki áhyggjum AGS Frá síðustu vaxtaákvörðun hefur gengið gefið nokkuð eftir, verðbólgan verið umfram væntingar og aðhaldið í ríkisfjármálunum látið bíða eftir sér. Þróunin hefur engu að síður verið í rétta átt. Verðbólga hefur verið að lækka og gengi krónunnar sem var búið að gefa nokkuð ríflega eftir á tímabili hefur verið að koma til baka undanfarna daga og stendur nú um 2% lægri en við síðustu vaxtaákvörðun í maíbyrjun. Fyrstu skrefin í auknu aðhaldi í ríkisfjármálum hafa síðan verið stigin en í síðustu viku hækkaði ríkisstjórnin óbeina skatta. Aukið aðhald í ríkisfjármálum gefur svigrúm til slökunar í peningamálum. Afar mikilvægt er að ríkisstjórnin komi fram með áætlun um með hvaða hætti hún ætlar að loka fjárlagagatinu á næstu misserum og byrja að greiða upp skuldir. Slíkt hjálpar til við að ná stöðugleika að nýju og er ein af forsendum þess að hægt sé að lækka vexti umtalsvert. Hægagangur stjórnvalda í þessum efnum dregur úr þeim hraða sem hægt er að lækka stýrivexti Seðlabankans. Það er því afar brýnt að stjórnvöld hraði þessu verki. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lýsti þeirri skoðun sinni í síðustu viku að frekari lækkun vaxta nú væri áhættusöm m.a. vegna þess að góð áhrif af stýrivaxtalækkun á fjárhagslega stöðu fyrirtækja og heimila yrðu ekki vegin upp af neikvæðum áhrifum gengislækkunar. Undir gjaldeyrishöftum eru áhrif stýrivaxtalækkunar á gengisþróun krónunnar afar takmörkuð þó að þau séu til staðar. Líkur eru á að gjaldeyrishöftin verði hér um sinn og í kerfi þar sem eina fjármagnið sem er að hafa er innlent hafa stýrivextir bankans talsverð áhrif á fjármögnunarkostnað. Ég hef því ekki sömu áhyggjur og AGS um að vaxtalækkun um þessar mundir væri áhættusöm aðgerð. Eftirspurn í hagkerfinu hefur verið að gefa enn frekar eftir og enn eykst samdrátturinn í nálægum ríkjum. Atvinnuleysi eykst enn og lítill sem enginn verðbólguþrýstingur að koma úr raunhagkerfinu. Í ljósi ofangreinds tel ég að forsendur séu fyrir því að lækka stýrivexti Seðlabankans nú um 2,5 prósentur þ.e. niður í 10,5%. Niðurstaða: 2,5 prósentustiga lækkunÞá bendir Þórður Friðjónsson á að í raun sé hér ekkert rökrétt samhengi í vaxtarófinu og stýrivextir ekki í samræmi við aðra vexti, aukinheldur sem vextir hér séu miklu hærri en í öðrum löndum, jafnvel þótt miðað sé við önnur hávaxtalönd. „Að mínu viti er vaxtasamhengið með slíkum hætti að ekki á nokkurn hátt megi rökstyðja að við höldum vöxtum lítið breyttum eða hægjum á lækkunarferlinu líkt og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur rökstutt að undanförnu." Þórður segist hins vegar þeirrar skoðunar að um sýndarrök sé að ræða hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. „Ég hef ekki trú á því að þeir sjái í raun svona skýrt sterkt samhengi á milli ofurvaxtanna hér og trausts á gengi krónunnar." Hann bendir á að þótt tína megi til áhrifaþætti í þá átt, svo sem um að útflytjendur kynnu að seinka greiðslum heim verði vextir lækkaðir um of, þá telji hann stýrivexti ekki áhrifaþátt þar. Á móti komi líka vaxtagreiðslur af reikningum útlendinga hér á landi. „Ég tel því í öllu þessu samhengi ekkert vit í þessum rökum og alls ekki víst í hvaða átt háir vextir virka," segir hann og telur að ofurvextir af því tagi sem hér eru séu fremur fallnir til þess að ýta undir vantrú á efnahagsstjórninni en hitt. Þórður telur því fremur liggja að baki hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að halda hér stjórnvöldum að verki með því að þrýsta á um að vöxtum verði ekki breytt. „Stórt atriði í þeirra huga tel ég vera afgreiðsla ríkisfjármála til miðlungslangs tíma og í því máli vilji þeir sjá til botns eins og hægt sé. Síðan er hitt sem glögglega kom fram hjá sjóðnum að nokkurrar óþreyju gætir með nokkur mál. Þá sérstaklega að efnahagsreikningar bankanna séu ekki komnir fyrir horn." Skuggabankastjórnin er sammála um að varhugaverð stefna sé hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að beita einhverri slíkri „sjóðspólitík" til að þrýsta á um aðgerðir stjórnvalda hér, fremur en að tala hreint út um hvar sjóðnum þyki pottur brotinn. „Stýrivextirnir eru hættulegt vopn, sem getur snúist í höndum manna," segir Þórður. Höggvið á skaðleg tengslÞórður Friðjónsson Óvissu þarf að eyða Ég tel að lækka eigi stýrivexti um 2 prósentustig nú, úr 13% í 11%. Þetta er heldur hægara vaxtalækkunarferli en ég lagði til í aðdraganda síðustu vaxtaákvörðunar í byrjun maí. Að baka liggur einkum að verðlagsþróun að undanförnu hefur verið óhagstæðari en reiknað hafði verið með. Við bætist að nokkur óvissa ríkir í kjaramálum og stefnan í ríkisfjármálum til næstu ára liggur enn ekki fyrir. Þessi atriði valda því að ég tel ástæðu til að fara heldur hægar í vaxtalækkanir um sinn eða þar til umræddri óvissu hefur verið eytt. Þetta er engu að síður umtalsverð lækkun enda engin ástæða til að fara á taugum þótt ein vísitölumæling sýni óvenjumikla hækkun, ekki síst með tilliti til þess að aðferðarfræðin varðandi húsnæðisverðið í mælingunni var svo sannarlega umdeilanleg. Að mínu viti styðja öll skynsamleg hagræn rök hraða lækkun stýrivaxta á næstunni. Þótt vísitölumælingin hafi valdið vonbrigðum eru grundvallaratriðin í stöðu og horfum í þjóðarbúskapnum þau sömu og áður – og öll á þá lund að lækka eigi stýrivexti hratt niður í eins stafs tölu. Þannig hafa útgjöld þjóðarbúsins dregist stórlega saman, umtalsverður afgangur af vöruskiptajöfnuði, atvinnuleysi er meira en nokkru sinni áður og engar vísbendingar eru um hættu á þenslu á ný. Þá eru stýrivextir ekki í neinu eðlilegu samhengi við aðra vexti. Í því sambandi má benda á að vextir af ríkisvíxlum eru innan við 6% og vextir í öðrum hávaxtalöndum eru miklu lægri en hér á landi. Einu efnislegu rökin fyrir lítilli eða jafnvel engri breytingu á stýrivöxtum nú, eins og IMF virðist hallast að, snúa að því að treysta gengi krónunnar. Ég tel reyndar alveg eins líklegt að þetta séu sýndarrök því að mínu viti er ósennilegt að stýrivextirnir hafi nokkuð með traust á krónunni að gera við núverandi aðstæður. Þarna kunni því ef til vill fremur að liggja að baki að halda mönnum við efnið, þ.e. hvetja menn meðal annars til að ljúka við gerð ríkisfjármálastefnunnar, koma bönkunum betur í gang og binda tryggar um hnúta í kjaramálum. Ég er ekki viss um að það sé rétta leiðin – ef svo er. Niðurstaða: 2,0 prósentustiga lækkunÍ umræðum skuggabankastjórnarinnar áréttaði Ólafur Ísleifsson jafnfram þá skoðun sína að brýnt væri að taka upp viðræður við Evrópusambandið um samstarf í gjaldeyrismálum, enda kallaði endurreisn efnahagslífsins á skýra stefnu um framtíðarskipan gjaldeyris- og peningamála. Þá benti hann jafnframt á að gaumgæfa þyrfti hugmyndir sem fram hafi komið um að breyta gjaldeyrislánum og verðtryggðum lánum yfir í óverðtryggð krónulán, um leið og þak yrði sett á vaxtagreiðslur þannig að vextir umfram þakið bættust aftan við höfuðstól. „Hugmyndir af þessu tagi ganga út á að höggva á tengsl efnahagsreikninga fyrirtækja og heimila við gengi og vísitölu. Ef ítarleg athugun leiddi í ljós að þessi leið væri fær yrði rutt úr vegi mikilvægri ástæðu til að stritast við að halda genginu frá því að leita enn frekar niður á við. Þar með mætti sleppa takinu á krónunni með gjaldeyrishöftum og hávöxtum og hverfa frá hvoru tveggja. Valin yrði markaðslausn í stað haftabúskapar og ríkisafskipta," segir hann. Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands lýsti því yfir við síðustu ákvörðun sína um stýrivexti í maíbyrjun, þegar vextir voru lækkaðir um 2,5 prósentustig, í 13 prósent, að á næsta ákvörðunardegi yrði haldið áfram á svipaðri braut, með veglegri lækkun. Stefnan sem þar var mörkuð er í samræmi við álit skuggabankastjórnar Markaðarins sem birt var deginum áður. Síðan þetta var hafa fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), fyrst Franek Rozwodowski, sendifulltrúi sjóðsins, með aðsetur hér á landi og svo fulltrúar sendinefndar AGS um málefni Íslands, lýst þeirri skoðun að frekari lækkun stýrivaxta sé óráðleg að sinni. Vísað er til mikilvægis þess að stíga varlega til jarðar og huga vandlega að áhrifum ákvörðunarinnar á gengi krónunnar. Deila ekki áhyggjum AGSÓlafur Ísleifsson Markaðslausn, ekki höft og ríkisafskipti Á vettvangi gjaldeyris- og peningamála standa tvö mannanna verk endurreisn efnahagslífs fyrir þrifum: Ofurvextir Seðlabanka 13% sem leiða til hærri útlánsvaxta en nokkur atvinnustarfsemi getur staðið undir. Gjaldeyrishöft sem draga efnahagslífið áratugi aftur í tímann og gætu fest sig í sessi eftir því sem þau eru hert oftar og standa lengur. Ákvörðun um stýrivexti þarf að styðjast við raunhæfar forsendur um þróun verðlags, horfur á gjaldeyrismarkaði og almenn skilyrði í þjóðarbúskapnum. • Í mars, apríl og maí hefur árshækkun verðlags undangengna þrjá mánuði verið á bilinu 7-10% þrátt fyrir nokkurt bakslag í liðnum mánuði. • Gengi krónunnar ræðst á nær óvirkum markaði. Miðað við þróun gengisins virðist erfitt að koma augum á að hún lúti neinum skynsamlegum markaðslögmálum eða að óyggjandi samband ríki milli stýrivaxta og gengis krónunnar eins og peningastefnunefnd Seðlabankans virðist hafa haft í huga á síðasta fundi sínum. • Almenn skilyrði í þjóðarbúskapnum birtast í óviðunandi starfsskilyrðum fyrirtækja vegna óhóflegs fjármagnskostnaðar og vaxandi atvinnuleysis. Hvarvetna í nágrannalöndunum hafa seðlabankar beitt sér gegn kreppunni með lækkun stýrivaxta sem liggja yfirleitt á bilinu 0-2%. Í þessu ljósi er ekki ástæða til að hverfa frá markaðri stefnu á síðasta fundi skuggabankastjórnar um 3% lækkun á stýrivöxtum Seðlabankans. Viðraðar hafa verið hugmyndir um að breyta gjaldeyrislánum og verðtryggðum lánum yfir í óverðtryggð krónulán gegn því að slíkur flutningur ætti sér stað á lægri gengis- og neysluverðsvísitölu en nú ríkir til að bæta fyrir hærri vexti en á eldri skuldbindingum. Samhliða yrði sett þak á vaxtagreiðslur þannig að vextir umfram þakið bættust aftan við höfuðstól. Hugmyndir af þessu tagi ganga út á að rjúfa tengsl efnahagsreikninga fyrirtækja og heimila við gengi og vísitölu. Ef ítarleg athugun leiddi í ljós að þessi leið væri fær yrði rutt úr vegi mikilvægri ástæðu til að stritast við að halda genginu frá því að leita enn frekar niður á við. Þar með mætti sleppa takinu á krónunni með gjaldeyrishöftum og hávöxtum og hverfa frá hvoru tveggja. Valin yrði markaðslausn í stað haftabúskapar og ríkisafskipta. Endurreisn efnahagslífsins kallar á skýra stefnu um framtíðarskipan gjaldeyris- og peningamála. Þess vegna er brýnt að taka upp viðræður við Evrópusambandið um samstarf í gjaldeyrismálum á grundvelli fyrirhugaðrar umsóknar um aðild að Evrópusambandinu. Niðurstaða: 3,0 prósentustiga lækkunSkuggabankastjórn Markaðarins er hins vegar samróma í því áliti sínu að ekki beri að hverfa af braut stærri skrefa í ákvörðunum um lækkun stýrivaxta. Samdóma álit stjórnarinnar að þessu sinni er að mæla með 2,5 prósentustiga lækkun stýrivaxta, sem þá yrðu 10,5 prósent. Með því yrði heldur hægt á lækkunarferlinu miðað við fyrra álit skuggabankastjórnarinnar, en þar ræður helst þróun efnahagsmála frá síðustu ákvörðun. Verðbólga er heldur hærri en spár gerðu ráð fyrir og minna fer fyrir aðhaldi og stefnu í ríkisfjármálum en stefnt var að og uppi er ákveðin óvissa í kjaramálum. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir að þótt ákveðinn hrollur hafi farið um menn vegna verðbólgumælingarinnar í maí sé ástæðulaust að fara á taugum yfir henni. „Meðal annars eru notaðar vafasamar aðferðir við mælinguna, sérstaklega hvað húsnæðisverðið varðar," segir hann og telur ekki nokkurt vit í að taka inn í mælingu á húsnæðisverði makaskiptasamninga, enda liggi þar ekki annað á bak við en sýndarverð. „Mér finnst eindregið að við svona mælingar eigi bara að taka raunveruleg verð þar sem raunveruleg viðskipti liggja að baki." Öll skynsamleg hagræn rök styðji áfram við hratt vaxtalækkunarferli, þótt aðeins megi hægja á því nú vegna óvissu sem sé uppi um áðurnefnd atriði. Skuggabankastjórnin deilir hins vegar ekki áhyggjum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins af áhrifum vaxtaákvarðana á gengi krónunnar og telur raunar að tregða sjóðsins þegar kemur að stýrivaxtaákvörðunum sé til komin af öðrum ástæðum. „Ég deili ekki áhyggjum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að vaxtalækkun hafi neikvæð áhrif á krónuna. Í þeim efnum er nærtækt að benda á það lækkunarferli sem Seðlabankinn hefur verið í og áhrif sem það hefur haft á krónuna hingað til," segir Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Glitnis. Ólafur Ísleifsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir jafnframt erfitt að koma auga á að gengi krónunnar ráðist af „neinum skynsamlegum markaðslögmálum" eða sambandi við stýrivexti og bendir á að peningastefnunefnd Seðlabankans virðist hafa haft slík sjónarmið í huga á síðasta fundi sínum. „Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins veltir upp þessu máli, en heldur því fram órökstutt að varast verði vaxtalækkanir vegna áhrifa á gengi." Ofurvextir ýta undir vantrúIngólfur Bender Deilir ekki áhyggjum AGS Frá síðustu vaxtaákvörðun hefur gengið gefið nokkuð eftir, verðbólgan verið umfram væntingar og aðhaldið í ríkisfjármálunum látið bíða eftir sér. Þróunin hefur engu að síður verið í rétta átt. Verðbólga hefur verið að lækka og gengi krónunnar sem var búið að gefa nokkuð ríflega eftir á tímabili hefur verið að koma til baka undanfarna daga og stendur nú um 2% lægri en við síðustu vaxtaákvörðun í maíbyrjun. Fyrstu skrefin í auknu aðhaldi í ríkisfjármálum hafa síðan verið stigin en í síðustu viku hækkaði ríkisstjórnin óbeina skatta. Aukið aðhald í ríkisfjármálum gefur svigrúm til slökunar í peningamálum. Afar mikilvægt er að ríkisstjórnin komi fram með áætlun um með hvaða hætti hún ætlar að loka fjárlagagatinu á næstu misserum og byrja að greiða upp skuldir. Slíkt hjálpar til við að ná stöðugleika að nýju og er ein af forsendum þess að hægt sé að lækka vexti umtalsvert. Hægagangur stjórnvalda í þessum efnum dregur úr þeim hraða sem hægt er að lækka stýrivexti Seðlabankans. Það er því afar brýnt að stjórnvöld hraði þessu verki. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lýsti þeirri skoðun sinni í síðustu viku að frekari lækkun vaxta nú væri áhættusöm m.a. vegna þess að góð áhrif af stýrivaxtalækkun á fjárhagslega stöðu fyrirtækja og heimila yrðu ekki vegin upp af neikvæðum áhrifum gengislækkunar. Undir gjaldeyrishöftum eru áhrif stýrivaxtalækkunar á gengisþróun krónunnar afar takmörkuð þó að þau séu til staðar. Líkur eru á að gjaldeyrishöftin verði hér um sinn og í kerfi þar sem eina fjármagnið sem er að hafa er innlent hafa stýrivextir bankans talsverð áhrif á fjármögnunarkostnað. Ég hef því ekki sömu áhyggjur og AGS um að vaxtalækkun um þessar mundir væri áhættusöm aðgerð. Eftirspurn í hagkerfinu hefur verið að gefa enn frekar eftir og enn eykst samdrátturinn í nálægum ríkjum. Atvinnuleysi eykst enn og lítill sem enginn verðbólguþrýstingur að koma úr raunhagkerfinu. Í ljósi ofangreinds tel ég að forsendur séu fyrir því að lækka stýrivexti Seðlabankans nú um 2,5 prósentur þ.e. niður í 10,5%. Niðurstaða: 2,5 prósentustiga lækkunÞá bendir Þórður Friðjónsson á að í raun sé hér ekkert rökrétt samhengi í vaxtarófinu og stýrivextir ekki í samræmi við aðra vexti, aukinheldur sem vextir hér séu miklu hærri en í öðrum löndum, jafnvel þótt miðað sé við önnur hávaxtalönd. „Að mínu viti er vaxtasamhengið með slíkum hætti að ekki á nokkurn hátt megi rökstyðja að við höldum vöxtum lítið breyttum eða hægjum á lækkunarferlinu líkt og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur rökstutt að undanförnu." Þórður segist hins vegar þeirrar skoðunar að um sýndarrök sé að ræða hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. „Ég hef ekki trú á því að þeir sjái í raun svona skýrt sterkt samhengi á milli ofurvaxtanna hér og trausts á gengi krónunnar." Hann bendir á að þótt tína megi til áhrifaþætti í þá átt, svo sem um að útflytjendur kynnu að seinka greiðslum heim verði vextir lækkaðir um of, þá telji hann stýrivexti ekki áhrifaþátt þar. Á móti komi líka vaxtagreiðslur af reikningum útlendinga hér á landi. „Ég tel því í öllu þessu samhengi ekkert vit í þessum rökum og alls ekki víst í hvaða átt háir vextir virka," segir hann og telur að ofurvextir af því tagi sem hér eru séu fremur fallnir til þess að ýta undir vantrú á efnahagsstjórninni en hitt. Þórður telur því fremur liggja að baki hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að halda hér stjórnvöldum að verki með því að þrýsta á um að vöxtum verði ekki breytt. „Stórt atriði í þeirra huga tel ég vera afgreiðsla ríkisfjármála til miðlungslangs tíma og í því máli vilji þeir sjá til botns eins og hægt sé. Síðan er hitt sem glögglega kom fram hjá sjóðnum að nokkurrar óþreyju gætir með nokkur mál. Þá sérstaklega að efnahagsreikningar bankanna séu ekki komnir fyrir horn." Skuggabankastjórnin er sammála um að varhugaverð stefna sé hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að beita einhverri slíkri „sjóðspólitík" til að þrýsta á um aðgerðir stjórnvalda hér, fremur en að tala hreint út um hvar sjóðnum þyki pottur brotinn. „Stýrivextirnir eru hættulegt vopn, sem getur snúist í höndum manna," segir Þórður. Höggvið á skaðleg tengslÞórður Friðjónsson Óvissu þarf að eyða Ég tel að lækka eigi stýrivexti um 2 prósentustig nú, úr 13% í 11%. Þetta er heldur hægara vaxtalækkunarferli en ég lagði til í aðdraganda síðustu vaxtaákvörðunar í byrjun maí. Að baka liggur einkum að verðlagsþróun að undanförnu hefur verið óhagstæðari en reiknað hafði verið með. Við bætist að nokkur óvissa ríkir í kjaramálum og stefnan í ríkisfjármálum til næstu ára liggur enn ekki fyrir. Þessi atriði valda því að ég tel ástæðu til að fara heldur hægar í vaxtalækkanir um sinn eða þar til umræddri óvissu hefur verið eytt. Þetta er engu að síður umtalsverð lækkun enda engin ástæða til að fara á taugum þótt ein vísitölumæling sýni óvenjumikla hækkun, ekki síst með tilliti til þess að aðferðarfræðin varðandi húsnæðisverðið í mælingunni var svo sannarlega umdeilanleg. Að mínu viti styðja öll skynsamleg hagræn rök hraða lækkun stýrivaxta á næstunni. Þótt vísitölumælingin hafi valdið vonbrigðum eru grundvallaratriðin í stöðu og horfum í þjóðarbúskapnum þau sömu og áður – og öll á þá lund að lækka eigi stýrivexti hratt niður í eins stafs tölu. Þannig hafa útgjöld þjóðarbúsins dregist stórlega saman, umtalsverður afgangur af vöruskiptajöfnuði, atvinnuleysi er meira en nokkru sinni áður og engar vísbendingar eru um hættu á þenslu á ný. Þá eru stýrivextir ekki í neinu eðlilegu samhengi við aðra vexti. Í því sambandi má benda á að vextir af ríkisvíxlum eru innan við 6% og vextir í öðrum hávaxtalöndum eru miklu lægri en hér á landi. Einu efnislegu rökin fyrir lítilli eða jafnvel engri breytingu á stýrivöxtum nú, eins og IMF virðist hallast að, snúa að því að treysta gengi krónunnar. Ég tel reyndar alveg eins líklegt að þetta séu sýndarrök því að mínu viti er ósennilegt að stýrivextirnir hafi nokkuð með traust á krónunni að gera við núverandi aðstæður. Þarna kunni því ef til vill fremur að liggja að baki að halda mönnum við efnið, þ.e. hvetja menn meðal annars til að ljúka við gerð ríkisfjármálastefnunnar, koma bönkunum betur í gang og binda tryggar um hnúta í kjaramálum. Ég er ekki viss um að það sé rétta leiðin – ef svo er. Niðurstaða: 2,0 prósentustiga lækkunÍ umræðum skuggabankastjórnarinnar áréttaði Ólafur Ísleifsson jafnfram þá skoðun sína að brýnt væri að taka upp viðræður við Evrópusambandið um samstarf í gjaldeyrismálum, enda kallaði endurreisn efnahagslífsins á skýra stefnu um framtíðarskipan gjaldeyris- og peningamála. Þá benti hann jafnframt á að gaumgæfa þyrfti hugmyndir sem fram hafi komið um að breyta gjaldeyrislánum og verðtryggðum lánum yfir í óverðtryggð krónulán, um leið og þak yrði sett á vaxtagreiðslur þannig að vextir umfram þakið bættust aftan við höfuðstól. „Hugmyndir af þessu tagi ganga út á að höggva á tengsl efnahagsreikninga fyrirtækja og heimila við gengi og vísitölu. Ef ítarleg athugun leiddi í ljós að þessi leið væri fær yrði rutt úr vegi mikilvægri ástæðu til að stritast við að halda genginu frá því að leita enn frekar niður á við. Þar með mætti sleppa takinu á krónunni með gjaldeyrishöftum og hávöxtum og hverfa frá hvoru tveggja. Valin yrði markaðslausn í stað haftabúskapar og ríkisafskipta," segir hann.
Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira