Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka: Að líta á björtu hliðarnar 30. desember 2009 06:00 Það er einkenni á öllum uppsveiflum að fólk hneigist til of mikillar bjartsýni og veitir aðeins jákvæðum fréttum athygli en þeim neikvæðu er ýtt til hliðar. Af þeim sökum hleypur fólk oft fram úr sér á þenslutímum. Öfgarnar eru síðan endurteknar í hina áttina þegar niðursveifla ríkir og neikvæðnin skyggir á allar góðar fréttir. Nú virðist það runnið upp fyrir þjóðinni að hún hafi gerst sek um ofurbjartsýni á góðæristímunum en þá jafnframt virðist sem mistökin ætli að verða endurtekin í hina áttina með ofursvartsýni sem lítur framhjá þeim góðu fréttum sem hafa verið að koma fram undanfarna mánuði. Rétt eins og lítill hljómgrunnur var fyrir úrtöluröddum á uppgangstímum, þurfa þeir sem benda á björtu hliðarnar nú að þola háðsglósur. Margar góðar frÉttirSatt er að Ísland er í slæmri stöðu við bankahrunið. Samt sem áður er staðreyndin sú að nær öll tíðindi af efnahagsmálum hafa verið jákvæð sem borist hafa á síðari helmingi ársins 2009. Fyrst má telja að niðursveiflan í hagkerfinu verður töluvert grynnri en óttast hafði verið og grænir sprotar í útflutningi sjást víða. Þá hefur tekist að einhverju leyti að ná sáttum við alþjóðafjármálaumhverfið með yfirtöku kröfuhafa á tveimur af þremur viðskiptabankanna. Það sem skiptir þó mestu er að neyðarlögin (frá október 2008) virðast ætla að halda ef marka má bráðabirgðamat ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, sem gefið var út í byrjun desember. Neyðarlögin voru sá hornsteinn sem var lagður fyrir lausn fjármálakreppunnar hérlendis og endurreisn fjármálakerfisins – og hann virðist ætla að halda. Það er hins vegar tímanna tákn að þessi frétt fékk litla sem enga athygli í íslenskum fjölmiðlum. Kreppan leyst erlendisSvo virðist einnig sem Ísland muni ekki koma landa verst út úr hinni alþjóðlegu fjármálakrísu. Krísan sú arna var „leyst“ ytra með því að lækka vexti að núlli og prenta peninga í gríðarlegum mæli. Hinum raunverulega vanda hefur því verið sópað undir teppið – a.m.k. einhverju leyti – þar sem bankastofnanir beggja vegna Atlantshafs sitja enn með ónýt en óafskrifuð lán á bókum sínum. Björgunaraðgerðir á fjármálamarkaði hafa einnig kostað sitt fyrir ríkissjóði þessara landa en þær hafa falist í því að ríkisvæða hluta af skuldum bankakerfisins með því þjóðnýta banka, kaupa lélegar bankaeignir og samþykkja vafasöm veð í endurlánaviðskiptum. Þessi kostnaður hefur hins vegar ekki enn komið upp á yfirborðið nema í litlum mæli. Sem dæmi mætti nefna að fjárlagahalli Bretlands fyrir árið 2009 er nú áætlaður um þrettán prósent af landsframleiðslu og hann hefur nær eingöngu verið fjármagnaður með peningaprentun – það er uppkaupum breska seðlabankans á ríkisskuldabréfum. Krónan lág í áratugÍsland þarf vitaskuld að kljást við mörg vandamál. Framtíðarhagvöxtur felst fyrst og fremst í útflutningi en það tekur tíma að byggja þær greinar upp. Á næstu árum er fyrirséð að gjaldeyrisöflun þjóðarinnar er ekki nægjanleg til þess að standa undir afborgunum erlendra skulda, vaxta og kaupum á þeim innflutningi sem þjóðin þarfnast. Af þeim sökum verður gengi krónunnar að vera áfram lágt til næstu fimm til tíu ára. Höfuðmálið er samt sem áður að ná trausti erlendra fjármálamarkaða á nýjan leik og í því efni hefur töluvert áunnist. Hvað sem um íslenska fjármálakerfið má segja eftir hrun er ljóst að afskriftirnar hafa verið teknar og nú er mjög langt komið að ganga frá uppgjöri eftir fjármálabóluna. Það er mun meira en flest önnur Evrópulönd geta státað af en mikilvægi þeirrar staðreyndar mun líklega verða sýnilegt fyrr en síðar þegar lengur er liðið frá hruninu. Mest lesið Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Sjá meira
Það er einkenni á öllum uppsveiflum að fólk hneigist til of mikillar bjartsýni og veitir aðeins jákvæðum fréttum athygli en þeim neikvæðu er ýtt til hliðar. Af þeim sökum hleypur fólk oft fram úr sér á þenslutímum. Öfgarnar eru síðan endurteknar í hina áttina þegar niðursveifla ríkir og neikvæðnin skyggir á allar góðar fréttir. Nú virðist það runnið upp fyrir þjóðinni að hún hafi gerst sek um ofurbjartsýni á góðæristímunum en þá jafnframt virðist sem mistökin ætli að verða endurtekin í hina áttina með ofursvartsýni sem lítur framhjá þeim góðu fréttum sem hafa verið að koma fram undanfarna mánuði. Rétt eins og lítill hljómgrunnur var fyrir úrtöluröddum á uppgangstímum, þurfa þeir sem benda á björtu hliðarnar nú að þola háðsglósur. Margar góðar frÉttirSatt er að Ísland er í slæmri stöðu við bankahrunið. Samt sem áður er staðreyndin sú að nær öll tíðindi af efnahagsmálum hafa verið jákvæð sem borist hafa á síðari helmingi ársins 2009. Fyrst má telja að niðursveiflan í hagkerfinu verður töluvert grynnri en óttast hafði verið og grænir sprotar í útflutningi sjást víða. Þá hefur tekist að einhverju leyti að ná sáttum við alþjóðafjármálaumhverfið með yfirtöku kröfuhafa á tveimur af þremur viðskiptabankanna. Það sem skiptir þó mestu er að neyðarlögin (frá október 2008) virðast ætla að halda ef marka má bráðabirgðamat ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, sem gefið var út í byrjun desember. Neyðarlögin voru sá hornsteinn sem var lagður fyrir lausn fjármálakreppunnar hérlendis og endurreisn fjármálakerfisins – og hann virðist ætla að halda. Það er hins vegar tímanna tákn að þessi frétt fékk litla sem enga athygli í íslenskum fjölmiðlum. Kreppan leyst erlendisSvo virðist einnig sem Ísland muni ekki koma landa verst út úr hinni alþjóðlegu fjármálakrísu. Krísan sú arna var „leyst“ ytra með því að lækka vexti að núlli og prenta peninga í gríðarlegum mæli. Hinum raunverulega vanda hefur því verið sópað undir teppið – a.m.k. einhverju leyti – þar sem bankastofnanir beggja vegna Atlantshafs sitja enn með ónýt en óafskrifuð lán á bókum sínum. Björgunaraðgerðir á fjármálamarkaði hafa einnig kostað sitt fyrir ríkissjóði þessara landa en þær hafa falist í því að ríkisvæða hluta af skuldum bankakerfisins með því þjóðnýta banka, kaupa lélegar bankaeignir og samþykkja vafasöm veð í endurlánaviðskiptum. Þessi kostnaður hefur hins vegar ekki enn komið upp á yfirborðið nema í litlum mæli. Sem dæmi mætti nefna að fjárlagahalli Bretlands fyrir árið 2009 er nú áætlaður um þrettán prósent af landsframleiðslu og hann hefur nær eingöngu verið fjármagnaður með peningaprentun – það er uppkaupum breska seðlabankans á ríkisskuldabréfum. Krónan lág í áratugÍsland þarf vitaskuld að kljást við mörg vandamál. Framtíðarhagvöxtur felst fyrst og fremst í útflutningi en það tekur tíma að byggja þær greinar upp. Á næstu árum er fyrirséð að gjaldeyrisöflun þjóðarinnar er ekki nægjanleg til þess að standa undir afborgunum erlendra skulda, vaxta og kaupum á þeim innflutningi sem þjóðin þarfnast. Af þeim sökum verður gengi krónunnar að vera áfram lágt til næstu fimm til tíu ára. Höfuðmálið er samt sem áður að ná trausti erlendra fjármálamarkaða á nýjan leik og í því efni hefur töluvert áunnist. Hvað sem um íslenska fjármálakerfið má segja eftir hrun er ljóst að afskriftirnar hafa verið teknar og nú er mjög langt komið að ganga frá uppgjöri eftir fjármálabóluna. Það er mun meira en flest önnur Evrópulönd geta státað af en mikilvægi þeirrar staðreyndar mun líklega verða sýnilegt fyrr en síðar þegar lengur er liðið frá hruninu.
Mest lesið Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent