Kaupþing tapar dómsmáli gegn breska fjármálaeftirlitinu 20. október 2009 11:10 Dómstóll í Bretlandi (High Court of Justice) kvað í dag upp dóm í máli Kaupþings banka gegn breska fjármálaráðuneytinu. Dómstóllinn dæmir fjármálaráðuneytinu í hag í málinu sem snérist um lögmæti þess að flytja innistæður af Edge reikningum í hendur þriðja aðila. Í tilkynningu segir að málið hafi hafist í janúar 2009 er Kaupþing banki óskaði eftir lagalegri endurskoðun á lögmæti ákvörðunar breska fjármálaráðuneytisins í október 2008 um að flytja innstæður á Kaupthing Edge reikningum hjá Kaupthing Singer & Friedlander (KSF) til þriðja aðila. Þann 8. október 2008 beitti breska fjármálaráðuneytið neyðarlögum í samræmi við bankalöggjöf þar í landi til að flytja innstæður af innlánsreikningum Kaupthing Edge til ING Direct í Hollandi samkvæmt tilmælum um flutning eigna. Afstaða Kaupþings banka í málinu vegna beiðnar um lagalega endurskoðun breskra dómstóla byggðist á því að breska fjármálaráðuneytið hefði farið út fyrir valdsvið sitt með aðgerðum gegn KSF. Kaupþing hélt því fram að tilmæli um flutning eigna hefðu verið sett í þeim tilgangi að verja innstæðueigendur KSF í Bretlandi en ekki til að viðhalda stöðugleika breska fjármálakerfisins í heild. Í bráðabirgðaúrskurði frá 3. mars 2009 var úrskurðað að Kaupþing gæti haldið áfram með málarekstur og fært fram efnisleg rök fyrir beiðni um lagalega endurskoðun á lögmæti ákvörðunarinnar fyrir breskum dómstólum. Á því stigi viðurkenndi dómstóllinn mikilvægi málstaðarins fyrir Ísland, þar sem málið snerist um mikilverð réttindi á sviði banka- og stjórnskipunarréttar. Í málflutningi sem fór fram hinn 10. júlí 2009 lögðu Kaupþing banki og breska fjármálaráðuneytið fram skjöl, vitnisburði og önnur sönnunargögn í málinu og gerðu grein fyrir málsástæðum sínum og lagarökum. Það er niðurstaða dómstólsins að þótt gögn málsaðila frá þessum tíma um afskipti breska ríkisins af rekstri KSF séu ekki tæmandi, þá sýni þau að viðbrögð yfirvalda hafi verið í samræmi við ríkjandi viðmið. Dómstóllinn telur að breska fjármálaráðuneytið hafi starfað á grundvelli gildandi lagaheimilda og að engin mistök hafi átt sér stað í ákvörðunarferlinu. „Skilanefnd bankans hefur allt frá síðasta hausti verið þeirrar skoðunar að það væri nauðsynlegt að láta dómstóla skera úr um hvort aðgerðir breskra yfirvalda hafi verið sanngjarnar og lögmætar. Við höfum nú fengið niðurstöðu í málinu og hún er sú að ákvörðun breska fjármálaráðuneytisins er talin lögleg," segir Steinar Þór Guðgeirsson, formaður skilanefndar Kaupþings. „Meginmarkmið þessara málaferla af hálfu skilanefndar var að draga fram í dagsljósið allar tiltækar upplýsingar um það á hvaða grunni breska fjármálaráðuneytið byggði aðgerðir sínar." Mest lesið Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Sjá meira
Dómstóll í Bretlandi (High Court of Justice) kvað í dag upp dóm í máli Kaupþings banka gegn breska fjármálaráðuneytinu. Dómstóllinn dæmir fjármálaráðuneytinu í hag í málinu sem snérist um lögmæti þess að flytja innistæður af Edge reikningum í hendur þriðja aðila. Í tilkynningu segir að málið hafi hafist í janúar 2009 er Kaupþing banki óskaði eftir lagalegri endurskoðun á lögmæti ákvörðunar breska fjármálaráðuneytisins í október 2008 um að flytja innstæður á Kaupthing Edge reikningum hjá Kaupthing Singer & Friedlander (KSF) til þriðja aðila. Þann 8. október 2008 beitti breska fjármálaráðuneytið neyðarlögum í samræmi við bankalöggjöf þar í landi til að flytja innstæður af innlánsreikningum Kaupthing Edge til ING Direct í Hollandi samkvæmt tilmælum um flutning eigna. Afstaða Kaupþings banka í málinu vegna beiðnar um lagalega endurskoðun breskra dómstóla byggðist á því að breska fjármálaráðuneytið hefði farið út fyrir valdsvið sitt með aðgerðum gegn KSF. Kaupþing hélt því fram að tilmæli um flutning eigna hefðu verið sett í þeim tilgangi að verja innstæðueigendur KSF í Bretlandi en ekki til að viðhalda stöðugleika breska fjármálakerfisins í heild. Í bráðabirgðaúrskurði frá 3. mars 2009 var úrskurðað að Kaupþing gæti haldið áfram með málarekstur og fært fram efnisleg rök fyrir beiðni um lagalega endurskoðun á lögmæti ákvörðunarinnar fyrir breskum dómstólum. Á því stigi viðurkenndi dómstóllinn mikilvægi málstaðarins fyrir Ísland, þar sem málið snerist um mikilverð réttindi á sviði banka- og stjórnskipunarréttar. Í málflutningi sem fór fram hinn 10. júlí 2009 lögðu Kaupþing banki og breska fjármálaráðuneytið fram skjöl, vitnisburði og önnur sönnunargögn í málinu og gerðu grein fyrir málsástæðum sínum og lagarökum. Það er niðurstaða dómstólsins að þótt gögn málsaðila frá þessum tíma um afskipti breska ríkisins af rekstri KSF séu ekki tæmandi, þá sýni þau að viðbrögð yfirvalda hafi verið í samræmi við ríkjandi viðmið. Dómstóllinn telur að breska fjármálaráðuneytið hafi starfað á grundvelli gildandi lagaheimilda og að engin mistök hafi átt sér stað í ákvörðunarferlinu. „Skilanefnd bankans hefur allt frá síðasta hausti verið þeirrar skoðunar að það væri nauðsynlegt að láta dómstóla skera úr um hvort aðgerðir breskra yfirvalda hafi verið sanngjarnar og lögmætar. Við höfum nú fengið niðurstöðu í málinu og hún er sú að ákvörðun breska fjármálaráðuneytisins er talin lögleg," segir Steinar Þór Guðgeirsson, formaður skilanefndar Kaupþings. „Meginmarkmið þessara málaferla af hálfu skilanefndar var að draga fram í dagsljósið allar tiltækar upplýsingar um það á hvaða grunni breska fjármálaráðuneytið byggði aðgerðir sínar."
Mest lesið Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent