Skuldir heimilanna Kjartan broddi Bragason skrifar 22. ágúst 2009 03:00 Fyrir einhverjum vikum varpaði ég fram nokkrum spurningum til Seðlabanka Íslands um skuldastöðu innlendra heimila. Ein af þessum spurningum var hver staða þeirra væri í alþjóðlegu samhengi. Einhverjar tafir hafa orðið á svörum hjá þessari ágætu stofnun. Ég hef því ákveðið að birta þær upplýsingar sem ég hef getað aflað mér í gegnum ýmsa erlenda gagnagrunna á einni kvöldstund eða tveim. Rétt er að árétta að undirliggjandi gögn eru frá árabilinu 2003–2009. Umfjöllunin er alls ekki tæmandi og í mörgum tilfellum eru þær grunntölur sem notaðar eru til að búa til þær myndir sem hér koma fram lesnar af gröfum og gefa því aðeins mjög grófa mynd af undirliggjandi frumheimildum og (jafnvel) þeim skilgreiningum sem á bak við þær geta legið. Þessar upplýsingar gefa hins vegar vísbendingu um raunskuldastöðu innlendra heimila í alþjóðlegu samhengi. Það sem hagfræðingar almennt skoða þegar skuldastaða heimilanna er rannsökuð eru einkum þrír þættir: Skuldir sem hlutfall af ráðstöfunartekjum Hve hátt hlutfall ráðstöfunartekna er notað til að greiða afborganir og vexti á ári Skuldir sem hlutfall af eignum (fasta- og lausafjármunum ásamt fjármálalegum eignum) Almennt má segja um þessa þætti að þeim mun lægri sem skuldirnar eru sem hlutfall af ráðstöfunartekjum, þeim mun betri er efnahagur heimilanna og þeim mun betur eru þau í stakk búin til að takast á við fjárhagsleg áföll. Annar þátturinn segir síðan eitthvað til um samhengið á milli fjölda afborgana og vaxtastigs – þar sem greiðslubyrði heimilanna er samansett úr annars vegar afborgunum og hins vegar vaxtagreiðslum þarf – í akademískri rannsókn – að skoða bæði lánstíma, vaxtastig lánanna og aldurssamsetningu þjóðarinnar ásamt hlutfalli heimila sem eru fasteignaeigendur. Ég mun ekki fjalla um þriðja þáttinn í þessum pistli en tel að alþjóðlegur samanburður á þeim þætti sé mjög ólíklega íslenskum heimilum í hag. Fyrri myndin segir okkur að innlend heimili skuldi að meðaltali ríflega tvö- til þrefalt meira en önnur (vestræn) heimili sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eða sem svarar um fjórföldum ráðstöfunartekjum. Seinni myndin segir okkur að greiðslubyrði innlendra heimila sé um það bil tvöfalt meiri en hjá öðrum (vestrænum) þjóðum eða að um 30–35% af ráðstöfunartekjum fer í að þjónusta þær skuldir sem hvíla á heimilum landsins að meðaltali. Sé tekið tillit til að vextir eru hærri hér en víðast hvar annars staðar verður myndin enn svartari (gefið að lánstími sé álíkur). Lítill hluti greiðslnanna fer þá í að borga niður höfuðstól lánsins en yfirgnæfandi hlutfall af heildargreiðslubyrðinni fer í vaxtagreiðslur. Eignamyndun er því mun seinna á ferðinni. Innlend heimili geta ekki staðið undir slíkri skuldsetningu í ljósi þess að kaupmáttur hefur dregist hratt saman og ekkert bendir til að hann muni vaxa svo neinu nemi á allra næstu árum. Þetta getur ekki verið viðvarandi ástand nema ef við ætlum að dragast langt aftur úr neyslumynstri annarra (vestrænna) þjóða. Ungt og efnilegt fólk mun hins vegar ekki sætta sig við slíkt nema hér rísi „Berlínarmúr“ umhverfis landið. Stjórnvöld – þó vinstrisinnuð séu – hafa ólíklega áhuga á slíku ástandi. Eigi að afstýra fólksflótta, fjöldagjaldþrotum og meðfylgandi félagslegum vandamálum sem óhjákvæmilega fylgja slíkum breytingum þarf að laga skuldastöðu að greiðslugetu heimilanna. Í því samhengi er aðeins um eina raunhæfa leið að ræða – lífeyrissjóðir landsmanna verða að koma að því samningaborði. Lausnin á þessu vandamáli krefst þess að eignir Íbúðalánasjóðs, húsnæðis- og bílaskuldir í eigu bankanna og eignarleigufyrirtækja sem og eignir lífeyrissjóðanna (sem stór eigandi að Íbúðabréfum og lífeyrissjóðslánum) verði niðurskrifaðar um hundruð milljarða króna. Þá mæti hugsanlega skoða hugmynd Sjálfstæðisflokksins – um skattlagningu inngreiðslna lífeyris – sértækt og þá til hjálpar illa stöddum heimilum eða hugmynd Framsóknarflokksins um flatan 20% niðurskurð. Aðkoma lífeyrissjóðanna verður hins vegar ekki umflúin. Staða heimilanna verður ekki leyst sem einhver afgangsstærð í því efnahagsástandi sem nú ríkir. Það er nú einu sinni svo að almenn eftirspurn eftir vöru og þjónustu – grunnforsenda í rekstri allra fyrirtækja og þar með atvinnustigi á landinu – er að miklu leyti háð fjárhagslega heilbrigðum heimilum. Höfundur er hagfræðingur. Heimildir: OECD, IMF, Seðlabanki Evrópu, Seðlabanki Bandaríkjanna, Monthly Bulletin ECB – apríl 2009, Seðlabanki Íslands, Seðlabankar Norðurlandanna ásamt erlendum tímarits- og blaðagreinum. Mat höfundar á einstökum þáttum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir einhverjum vikum varpaði ég fram nokkrum spurningum til Seðlabanka Íslands um skuldastöðu innlendra heimila. Ein af þessum spurningum var hver staða þeirra væri í alþjóðlegu samhengi. Einhverjar tafir hafa orðið á svörum hjá þessari ágætu stofnun. Ég hef því ákveðið að birta þær upplýsingar sem ég hef getað aflað mér í gegnum ýmsa erlenda gagnagrunna á einni kvöldstund eða tveim. Rétt er að árétta að undirliggjandi gögn eru frá árabilinu 2003–2009. Umfjöllunin er alls ekki tæmandi og í mörgum tilfellum eru þær grunntölur sem notaðar eru til að búa til þær myndir sem hér koma fram lesnar af gröfum og gefa því aðeins mjög grófa mynd af undirliggjandi frumheimildum og (jafnvel) þeim skilgreiningum sem á bak við þær geta legið. Þessar upplýsingar gefa hins vegar vísbendingu um raunskuldastöðu innlendra heimila í alþjóðlegu samhengi. Það sem hagfræðingar almennt skoða þegar skuldastaða heimilanna er rannsökuð eru einkum þrír þættir: Skuldir sem hlutfall af ráðstöfunartekjum Hve hátt hlutfall ráðstöfunartekna er notað til að greiða afborganir og vexti á ári Skuldir sem hlutfall af eignum (fasta- og lausafjármunum ásamt fjármálalegum eignum) Almennt má segja um þessa þætti að þeim mun lægri sem skuldirnar eru sem hlutfall af ráðstöfunartekjum, þeim mun betri er efnahagur heimilanna og þeim mun betur eru þau í stakk búin til að takast á við fjárhagsleg áföll. Annar þátturinn segir síðan eitthvað til um samhengið á milli fjölda afborgana og vaxtastigs – þar sem greiðslubyrði heimilanna er samansett úr annars vegar afborgunum og hins vegar vaxtagreiðslum þarf – í akademískri rannsókn – að skoða bæði lánstíma, vaxtastig lánanna og aldurssamsetningu þjóðarinnar ásamt hlutfalli heimila sem eru fasteignaeigendur. Ég mun ekki fjalla um þriðja þáttinn í þessum pistli en tel að alþjóðlegur samanburður á þeim þætti sé mjög ólíklega íslenskum heimilum í hag. Fyrri myndin segir okkur að innlend heimili skuldi að meðaltali ríflega tvö- til þrefalt meira en önnur (vestræn) heimili sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eða sem svarar um fjórföldum ráðstöfunartekjum. Seinni myndin segir okkur að greiðslubyrði innlendra heimila sé um það bil tvöfalt meiri en hjá öðrum (vestrænum) þjóðum eða að um 30–35% af ráðstöfunartekjum fer í að þjónusta þær skuldir sem hvíla á heimilum landsins að meðaltali. Sé tekið tillit til að vextir eru hærri hér en víðast hvar annars staðar verður myndin enn svartari (gefið að lánstími sé álíkur). Lítill hluti greiðslnanna fer þá í að borga niður höfuðstól lánsins en yfirgnæfandi hlutfall af heildargreiðslubyrðinni fer í vaxtagreiðslur. Eignamyndun er því mun seinna á ferðinni. Innlend heimili geta ekki staðið undir slíkri skuldsetningu í ljósi þess að kaupmáttur hefur dregist hratt saman og ekkert bendir til að hann muni vaxa svo neinu nemi á allra næstu árum. Þetta getur ekki verið viðvarandi ástand nema ef við ætlum að dragast langt aftur úr neyslumynstri annarra (vestrænna) þjóða. Ungt og efnilegt fólk mun hins vegar ekki sætta sig við slíkt nema hér rísi „Berlínarmúr“ umhverfis landið. Stjórnvöld – þó vinstrisinnuð séu – hafa ólíklega áhuga á slíku ástandi. Eigi að afstýra fólksflótta, fjöldagjaldþrotum og meðfylgandi félagslegum vandamálum sem óhjákvæmilega fylgja slíkum breytingum þarf að laga skuldastöðu að greiðslugetu heimilanna. Í því samhengi er aðeins um eina raunhæfa leið að ræða – lífeyrissjóðir landsmanna verða að koma að því samningaborði. Lausnin á þessu vandamáli krefst þess að eignir Íbúðalánasjóðs, húsnæðis- og bílaskuldir í eigu bankanna og eignarleigufyrirtækja sem og eignir lífeyrissjóðanna (sem stór eigandi að Íbúðabréfum og lífeyrissjóðslánum) verði niðurskrifaðar um hundruð milljarða króna. Þá mæti hugsanlega skoða hugmynd Sjálfstæðisflokksins – um skattlagningu inngreiðslna lífeyris – sértækt og þá til hjálpar illa stöddum heimilum eða hugmynd Framsóknarflokksins um flatan 20% niðurskurð. Aðkoma lífeyrissjóðanna verður hins vegar ekki umflúin. Staða heimilanna verður ekki leyst sem einhver afgangsstærð í því efnahagsástandi sem nú ríkir. Það er nú einu sinni svo að almenn eftirspurn eftir vöru og þjónustu – grunnforsenda í rekstri allra fyrirtækja og þar með atvinnustigi á landinu – er að miklu leyti háð fjárhagslega heilbrigðum heimilum. Höfundur er hagfræðingur. Heimildir: OECD, IMF, Seðlabanki Evrópu, Seðlabanki Bandaríkjanna, Monthly Bulletin ECB – apríl 2009, Seðlabanki Íslands, Seðlabankar Norðurlandanna ásamt erlendum tímarits- og blaðagreinum. Mat höfundar á einstökum þáttum.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar