Skuldir heimilanna Kjartan broddi Bragason skrifar 22. ágúst 2009 03:00 Fyrir einhverjum vikum varpaði ég fram nokkrum spurningum til Seðlabanka Íslands um skuldastöðu innlendra heimila. Ein af þessum spurningum var hver staða þeirra væri í alþjóðlegu samhengi. Einhverjar tafir hafa orðið á svörum hjá þessari ágætu stofnun. Ég hef því ákveðið að birta þær upplýsingar sem ég hef getað aflað mér í gegnum ýmsa erlenda gagnagrunna á einni kvöldstund eða tveim. Rétt er að árétta að undirliggjandi gögn eru frá árabilinu 2003–2009. Umfjöllunin er alls ekki tæmandi og í mörgum tilfellum eru þær grunntölur sem notaðar eru til að búa til þær myndir sem hér koma fram lesnar af gröfum og gefa því aðeins mjög grófa mynd af undirliggjandi frumheimildum og (jafnvel) þeim skilgreiningum sem á bak við þær geta legið. Þessar upplýsingar gefa hins vegar vísbendingu um raunskuldastöðu innlendra heimila í alþjóðlegu samhengi. Það sem hagfræðingar almennt skoða þegar skuldastaða heimilanna er rannsökuð eru einkum þrír þættir: Skuldir sem hlutfall af ráðstöfunartekjum Hve hátt hlutfall ráðstöfunartekna er notað til að greiða afborganir og vexti á ári Skuldir sem hlutfall af eignum (fasta- og lausafjármunum ásamt fjármálalegum eignum) Almennt má segja um þessa þætti að þeim mun lægri sem skuldirnar eru sem hlutfall af ráðstöfunartekjum, þeim mun betri er efnahagur heimilanna og þeim mun betur eru þau í stakk búin til að takast á við fjárhagsleg áföll. Annar þátturinn segir síðan eitthvað til um samhengið á milli fjölda afborgana og vaxtastigs – þar sem greiðslubyrði heimilanna er samansett úr annars vegar afborgunum og hins vegar vaxtagreiðslum þarf – í akademískri rannsókn – að skoða bæði lánstíma, vaxtastig lánanna og aldurssamsetningu þjóðarinnar ásamt hlutfalli heimila sem eru fasteignaeigendur. Ég mun ekki fjalla um þriðja þáttinn í þessum pistli en tel að alþjóðlegur samanburður á þeim þætti sé mjög ólíklega íslenskum heimilum í hag. Fyrri myndin segir okkur að innlend heimili skuldi að meðaltali ríflega tvö- til þrefalt meira en önnur (vestræn) heimili sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eða sem svarar um fjórföldum ráðstöfunartekjum. Seinni myndin segir okkur að greiðslubyrði innlendra heimila sé um það bil tvöfalt meiri en hjá öðrum (vestrænum) þjóðum eða að um 30–35% af ráðstöfunartekjum fer í að þjónusta þær skuldir sem hvíla á heimilum landsins að meðaltali. Sé tekið tillit til að vextir eru hærri hér en víðast hvar annars staðar verður myndin enn svartari (gefið að lánstími sé álíkur). Lítill hluti greiðslnanna fer þá í að borga niður höfuðstól lánsins en yfirgnæfandi hlutfall af heildargreiðslubyrðinni fer í vaxtagreiðslur. Eignamyndun er því mun seinna á ferðinni. Innlend heimili geta ekki staðið undir slíkri skuldsetningu í ljósi þess að kaupmáttur hefur dregist hratt saman og ekkert bendir til að hann muni vaxa svo neinu nemi á allra næstu árum. Þetta getur ekki verið viðvarandi ástand nema ef við ætlum að dragast langt aftur úr neyslumynstri annarra (vestrænna) þjóða. Ungt og efnilegt fólk mun hins vegar ekki sætta sig við slíkt nema hér rísi „Berlínarmúr“ umhverfis landið. Stjórnvöld – þó vinstrisinnuð séu – hafa ólíklega áhuga á slíku ástandi. Eigi að afstýra fólksflótta, fjöldagjaldþrotum og meðfylgandi félagslegum vandamálum sem óhjákvæmilega fylgja slíkum breytingum þarf að laga skuldastöðu að greiðslugetu heimilanna. Í því samhengi er aðeins um eina raunhæfa leið að ræða – lífeyrissjóðir landsmanna verða að koma að því samningaborði. Lausnin á þessu vandamáli krefst þess að eignir Íbúðalánasjóðs, húsnæðis- og bílaskuldir í eigu bankanna og eignarleigufyrirtækja sem og eignir lífeyrissjóðanna (sem stór eigandi að Íbúðabréfum og lífeyrissjóðslánum) verði niðurskrifaðar um hundruð milljarða króna. Þá mæti hugsanlega skoða hugmynd Sjálfstæðisflokksins – um skattlagningu inngreiðslna lífeyris – sértækt og þá til hjálpar illa stöddum heimilum eða hugmynd Framsóknarflokksins um flatan 20% niðurskurð. Aðkoma lífeyrissjóðanna verður hins vegar ekki umflúin. Staða heimilanna verður ekki leyst sem einhver afgangsstærð í því efnahagsástandi sem nú ríkir. Það er nú einu sinni svo að almenn eftirspurn eftir vöru og þjónustu – grunnforsenda í rekstri allra fyrirtækja og þar með atvinnustigi á landinu – er að miklu leyti háð fjárhagslega heilbrigðum heimilum. Höfundur er hagfræðingur. Heimildir: OECD, IMF, Seðlabanki Evrópu, Seðlabanki Bandaríkjanna, Monthly Bulletin ECB – apríl 2009, Seðlabanki Íslands, Seðlabankar Norðurlandanna ásamt erlendum tímarits- og blaðagreinum. Mat höfundar á einstökum þáttum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 05.07.2025 Jón Ísak Ragnarsson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Fyrir einhverjum vikum varpaði ég fram nokkrum spurningum til Seðlabanka Íslands um skuldastöðu innlendra heimila. Ein af þessum spurningum var hver staða þeirra væri í alþjóðlegu samhengi. Einhverjar tafir hafa orðið á svörum hjá þessari ágætu stofnun. Ég hef því ákveðið að birta þær upplýsingar sem ég hef getað aflað mér í gegnum ýmsa erlenda gagnagrunna á einni kvöldstund eða tveim. Rétt er að árétta að undirliggjandi gögn eru frá árabilinu 2003–2009. Umfjöllunin er alls ekki tæmandi og í mörgum tilfellum eru þær grunntölur sem notaðar eru til að búa til þær myndir sem hér koma fram lesnar af gröfum og gefa því aðeins mjög grófa mynd af undirliggjandi frumheimildum og (jafnvel) þeim skilgreiningum sem á bak við þær geta legið. Þessar upplýsingar gefa hins vegar vísbendingu um raunskuldastöðu innlendra heimila í alþjóðlegu samhengi. Það sem hagfræðingar almennt skoða þegar skuldastaða heimilanna er rannsökuð eru einkum þrír þættir: Skuldir sem hlutfall af ráðstöfunartekjum Hve hátt hlutfall ráðstöfunartekna er notað til að greiða afborganir og vexti á ári Skuldir sem hlutfall af eignum (fasta- og lausafjármunum ásamt fjármálalegum eignum) Almennt má segja um þessa þætti að þeim mun lægri sem skuldirnar eru sem hlutfall af ráðstöfunartekjum, þeim mun betri er efnahagur heimilanna og þeim mun betur eru þau í stakk búin til að takast á við fjárhagsleg áföll. Annar þátturinn segir síðan eitthvað til um samhengið á milli fjölda afborgana og vaxtastigs – þar sem greiðslubyrði heimilanna er samansett úr annars vegar afborgunum og hins vegar vaxtagreiðslum þarf – í akademískri rannsókn – að skoða bæði lánstíma, vaxtastig lánanna og aldurssamsetningu þjóðarinnar ásamt hlutfalli heimila sem eru fasteignaeigendur. Ég mun ekki fjalla um þriðja þáttinn í þessum pistli en tel að alþjóðlegur samanburður á þeim þætti sé mjög ólíklega íslenskum heimilum í hag. Fyrri myndin segir okkur að innlend heimili skuldi að meðaltali ríflega tvö- til þrefalt meira en önnur (vestræn) heimili sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eða sem svarar um fjórföldum ráðstöfunartekjum. Seinni myndin segir okkur að greiðslubyrði innlendra heimila sé um það bil tvöfalt meiri en hjá öðrum (vestrænum) þjóðum eða að um 30–35% af ráðstöfunartekjum fer í að þjónusta þær skuldir sem hvíla á heimilum landsins að meðaltali. Sé tekið tillit til að vextir eru hærri hér en víðast hvar annars staðar verður myndin enn svartari (gefið að lánstími sé álíkur). Lítill hluti greiðslnanna fer þá í að borga niður höfuðstól lánsins en yfirgnæfandi hlutfall af heildargreiðslubyrðinni fer í vaxtagreiðslur. Eignamyndun er því mun seinna á ferðinni. Innlend heimili geta ekki staðið undir slíkri skuldsetningu í ljósi þess að kaupmáttur hefur dregist hratt saman og ekkert bendir til að hann muni vaxa svo neinu nemi á allra næstu árum. Þetta getur ekki verið viðvarandi ástand nema ef við ætlum að dragast langt aftur úr neyslumynstri annarra (vestrænna) þjóða. Ungt og efnilegt fólk mun hins vegar ekki sætta sig við slíkt nema hér rísi „Berlínarmúr“ umhverfis landið. Stjórnvöld – þó vinstrisinnuð séu – hafa ólíklega áhuga á slíku ástandi. Eigi að afstýra fólksflótta, fjöldagjaldþrotum og meðfylgandi félagslegum vandamálum sem óhjákvæmilega fylgja slíkum breytingum þarf að laga skuldastöðu að greiðslugetu heimilanna. Í því samhengi er aðeins um eina raunhæfa leið að ræða – lífeyrissjóðir landsmanna verða að koma að því samningaborði. Lausnin á þessu vandamáli krefst þess að eignir Íbúðalánasjóðs, húsnæðis- og bílaskuldir í eigu bankanna og eignarleigufyrirtækja sem og eignir lífeyrissjóðanna (sem stór eigandi að Íbúðabréfum og lífeyrissjóðslánum) verði niðurskrifaðar um hundruð milljarða króna. Þá mæti hugsanlega skoða hugmynd Sjálfstæðisflokksins – um skattlagningu inngreiðslna lífeyris – sértækt og þá til hjálpar illa stöddum heimilum eða hugmynd Framsóknarflokksins um flatan 20% niðurskurð. Aðkoma lífeyrissjóðanna verður hins vegar ekki umflúin. Staða heimilanna verður ekki leyst sem einhver afgangsstærð í því efnahagsástandi sem nú ríkir. Það er nú einu sinni svo að almenn eftirspurn eftir vöru og þjónustu – grunnforsenda í rekstri allra fyrirtækja og þar með atvinnustigi á landinu – er að miklu leyti háð fjárhagslega heilbrigðum heimilum. Höfundur er hagfræðingur. Heimildir: OECD, IMF, Seðlabanki Evrópu, Seðlabanki Bandaríkjanna, Monthly Bulletin ECB – apríl 2009, Seðlabanki Íslands, Seðlabankar Norðurlandanna ásamt erlendum tímarits- og blaðagreinum. Mat höfundar á einstökum þáttum.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun