Viðskipti innlent

Joly gagnrýnir SAS-flugfélagið

Eva Joly ráðgjafi og Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra á blaðamannafundi í marslok.
Eva Joly ráðgjafi og Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra á blaðamannafundi í marslok. Mynd/Daníel

Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara vegna efnahagshrunsins og fyrrverandi rannsóknardómari í Frakklandi, er meðal þeirra sem harðlega hafa gagnrýnt norræna flugfélagið SAS fyrir tengsl við fyrirtæki í skattaparadís.

Í norskum fjölmiðlum hefur verið frá því greint að SAS hafi leigt sextán flugvélar af óþekktu fyrirtæki sem skráð er á Cayman-eyjum.

Eva segir viðskiptin algjörlega óviðunandi í viðtali við E24.no. Undir þau sjónarmið hefur meðal annars tekið Erik Solheim, ráðherra umhverfismála í Noregi.

SAS flugfélagið hefur hins vegar áréttað að félagið sé innan ramma laga sem gilda um viðskipti af þessu tagi.

Joly segir að heyra eigi fortíðinni til að óþekktir eigendur fái staðið á bak við rekstur norskra félaga og fyrirtækja. Hún segir að tekjur og skattgreiðslur þessara félaga eigi að vera uppi á borðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×