Erlent

Óttast að finna lík þúsunda í viðbót á Súmötru

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Björgunarmenn við leit í rústum.
Björgunarmenn við leit í rústum.

Björgunarmenn á indónesísku eyjunni Súmötru segjast óttast að þeir eigi eftir að finna lík nokkurra þúsunda í rústum húsa sem hrundu í jarðskjálftunum tveimur aðfaranótt gærdagsins og í fyrradag. Þegar er vitað um 1.100 sem látist hafa en erfitt er enn sem komið er að áætla heildarfjölda látinna og raunverulegt tjón eftir skjálftana tvo þar sem víða er rafmagnslaust og fjarskipti eru í lamasessi. Bandaríkjamaður, sem Telegraph ræddi við og var á staðnum þegar skjálftarnir urðu, segist hafa lent í jarðskjálftum í Indónesíu áður en þetta hafi verið hans alversta reynsla. Stórslasað fólk og ónýtar byggingar sjáist hvert sem litið sé.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×