Erlent

Írar kjósa aftur um Lissabon sáttmálann

MYND/AP

Írar ganga í annað sinn að kjörborðinu í dag til þess að kjósa um Lissabon sáttmála Evrópusambandsins. Írar höfnuðu sáttmálanum í kosningum í júní í fyrra og nú á að láta reyna á málið að nýju.

Nýjustu kannanir benda til þess að Írar hafi skipt um skoðun og líklegt er að sáttmálinn verði samþykktur í þetta sinn. Írland er eina Evrópuþjóðin sem gerir kröfu um þjóðaratkvæði til þess að samþykkja sáttmálann en í honum felast töluverðar breytingar á skipulagi Evrópusambandsins og meðal annars verður komið á fót embætti forseta ESB.

Flestar þjóðir sambandsins hafa nú þegar samþykkt sáttmálann ef undan eru skildir Írar, Tékkar og Pólverjar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×