Patrekur: Áttum skilið eitt stig Hjalti Þór Hreinsson skrifar 12. nóvember 2009 20:56 Stjörnumenn hefðu getað stolið stigi af Akureyri í N1-deild karla í handbolta í kvöld. Akureyri var fjórum mörkum yfir þegar skammt var eftir en Stjörnumenn minnkuðu muninn í eitt mark og fengu tvö færi í síðustu sókninni til að tryggja sér stig. Allt kom fyrir ekki en þjálfarinn Patrekur Jóhannesson var samt sem áður nokkuð sáttur eftir leik. „Þetta var klaufaskapur í okkur. Við áttum skilið eitt stig og það er fúlt að ná því ekki en ég er mjög ánægður með strákana, sérstaklega miðað við hvernig leikurinn spilaðist. Við erum að klúðra fullt af dauðafærum, sem er ánægjulegt því það er framför frá því að fá engin dauðafæri. Þetta var glimrandi leikur hjá okkur.“ „Miðað við mitt lið sem er ungt að árum og þetta er góður skóli fyrir þá. Við vorum ekki líklegir þegar það voru fimm mínútur eftir en við gáfumst ekki upp og það er mjög jákvætt. En ég er samt svekktur að ná ekki stigi því þetta telur allt í þessari deild. Hún er mjög jöfn og við viljum hala inn stig, þess vegna erum við í þessu.“ „Þetta er á réttri leið hjá okkur og við höfum verið það í öllum leikjum nema gegn Val. Þegar við leggjum okkur fram og náum að kreista fram baráttu og vilja þá er getan til staðar ef við stöndum saman. Við erum ekki með menn sem vinna leiki upp á eigin spýtur en við erum með massífa heild,“ sagði Patrekur. Tæplega 1000 manns voru á leiknum og mynduðu ágæta stemningu en Patrekur minnist gömlu dagana úr KA-heimilinu en Akureyri leikur nú heimaleiki sína í Höllinni. „Þetta er flottur heimavöllur þrátt fyrir að KA-heimilið, minn heimavöllur, sé margfalt betri. Þetta hús er bara djók miðað við stemninguna sem náðist upp þar,“ sagði Patrekur með bros á vör yfir minningunum. „Það heyrist ekkert í þessu fólki miðað við fólkið sem var hérna fyrir tíu árum. Það er greinilega búið að eldast,“ sagði Patrekur og hló. „En eins og ég segi, þá er þetta svekkjandi, en ég er orðinn alveg rólegur núna eftir að hafa talað við þig í tvær mínútur,“ sagði Patrekur og hljóp sem fætur toguðu beint út í flugvél með strákana sína. Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Sjá meira
Stjörnumenn hefðu getað stolið stigi af Akureyri í N1-deild karla í handbolta í kvöld. Akureyri var fjórum mörkum yfir þegar skammt var eftir en Stjörnumenn minnkuðu muninn í eitt mark og fengu tvö færi í síðustu sókninni til að tryggja sér stig. Allt kom fyrir ekki en þjálfarinn Patrekur Jóhannesson var samt sem áður nokkuð sáttur eftir leik. „Þetta var klaufaskapur í okkur. Við áttum skilið eitt stig og það er fúlt að ná því ekki en ég er mjög ánægður með strákana, sérstaklega miðað við hvernig leikurinn spilaðist. Við erum að klúðra fullt af dauðafærum, sem er ánægjulegt því það er framför frá því að fá engin dauðafæri. Þetta var glimrandi leikur hjá okkur.“ „Miðað við mitt lið sem er ungt að árum og þetta er góður skóli fyrir þá. Við vorum ekki líklegir þegar það voru fimm mínútur eftir en við gáfumst ekki upp og það er mjög jákvætt. En ég er samt svekktur að ná ekki stigi því þetta telur allt í þessari deild. Hún er mjög jöfn og við viljum hala inn stig, þess vegna erum við í þessu.“ „Þetta er á réttri leið hjá okkur og við höfum verið það í öllum leikjum nema gegn Val. Þegar við leggjum okkur fram og náum að kreista fram baráttu og vilja þá er getan til staðar ef við stöndum saman. Við erum ekki með menn sem vinna leiki upp á eigin spýtur en við erum með massífa heild,“ sagði Patrekur. Tæplega 1000 manns voru á leiknum og mynduðu ágæta stemningu en Patrekur minnist gömlu dagana úr KA-heimilinu en Akureyri leikur nú heimaleiki sína í Höllinni. „Þetta er flottur heimavöllur þrátt fyrir að KA-heimilið, minn heimavöllur, sé margfalt betri. Þetta hús er bara djók miðað við stemninguna sem náðist upp þar,“ sagði Patrekur með bros á vör yfir minningunum. „Það heyrist ekkert í þessu fólki miðað við fólkið sem var hérna fyrir tíu árum. Það er greinilega búið að eldast,“ sagði Patrekur og hló. „En eins og ég segi, þá er þetta svekkjandi, en ég er orðinn alveg rólegur núna eftir að hafa talað við þig í tvær mínútur,“ sagði Patrekur og hljóp sem fætur toguðu beint út í flugvél með strákana sína.
Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Sjá meira