Frækinn sigur hjá Íslandi gegn Hollandi Ómar Þorgeirsson skrifar 22. ágúst 2009 16:50 Logi Gunnarsson í leiknum gegn Hollandi í dag. Mynd/Stefán Íslendingar unnu 87-75 sigur á Hollendingum í B-deild Evrópukeppninnar í Smáranum í dag en staðan í hálfleik var 59-31 Íslendingum í vil. Jón Arnór Stefánsson var atkvæðamestur hjá Íslandi með 23 stig og Páll Axel Vilbergsson kom næstur með 18 stig. Íslendingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og Páll Axel og Jón Arnór röðuðu niður þristum í fyrsta leikhlutanum. Jón Arnór var kominn með 15 stig þegar fyrsta leikhluta lauk og Ísland leiddi þá með helmings mun 24-12. Íslendingar héldu uppteknum hætti í öðrum leikhluta og Jóni Arnóri héldu engin bönd og hann var kominn með 21 stig þegar flautað var til hálfleiks í stöðunni 59-31. Hollendingarnir fengu einnig að kenna á því frá Páli Axel sem setti niður fimm þrista í fyrri hálfleik úr sjö skottilraunum. Íslendingar náðu að slá Hollendinga algjörlega út af laginu með grimmum varnarleik og beinskeyttum sóknarleik en á pappírunum eiga Hollendingar að vera með sterkara lið og státa til að mynda af tveimur leikmönnum sem verða í NBA-deildinni næsta vetur. Það telur þó lítið þegar á völlinn er komið eins og Íslendingar sýndu það í dag. Íslendingar virkuðu örlítið kaldir í upphafi þriðja leikhluta og fyrstu stigin létu bíða eftir sér og Hollendingar söxuðu smátt og smátt á forskotið. Staðan var orðin 66-55 fyrir lokaleikhlutann og spennan gríðarleg. Það er skemmst að segja frá því að Íslendingar héldu haus í fjórða leikhlutanum og hleyptu Holendingum aldrei nálægt sér og unnu sem segir að lokum 87-75. Stign hjá Íslandi: Jón Arnór Stefánsson 23 (5 fráköst), Páll Axel Vilbergsson 18, Logi Gunnarsson 16, Fannar Ólafsson 13 (6 fráköst), Pavel Ermolinskij 7 (10 stoðsendingar, 8 fráköst), Magnús Þór Gunnarsson 3, Helgi Már Magnússon 3, Hörður Axel Vilhjálmsson 2, Sigurður Þorsteinsson 2. Sigurinn var verðskuldaður og sigur liðsheildarinnar hjá íslenska liðinu sem skaust upp að hlið Austurríkis í A-riðli. Næsti leikur Íslands er gegn Svarfjallalandi á miðvikudaginn. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Íslendingar unnu 87-75 sigur á Hollendingum í B-deild Evrópukeppninnar í Smáranum í dag en staðan í hálfleik var 59-31 Íslendingum í vil. Jón Arnór Stefánsson var atkvæðamestur hjá Íslandi með 23 stig og Páll Axel Vilbergsson kom næstur með 18 stig. Íslendingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og Páll Axel og Jón Arnór röðuðu niður þristum í fyrsta leikhlutanum. Jón Arnór var kominn með 15 stig þegar fyrsta leikhluta lauk og Ísland leiddi þá með helmings mun 24-12. Íslendingar héldu uppteknum hætti í öðrum leikhluta og Jóni Arnóri héldu engin bönd og hann var kominn með 21 stig þegar flautað var til hálfleiks í stöðunni 59-31. Hollendingarnir fengu einnig að kenna á því frá Páli Axel sem setti niður fimm þrista í fyrri hálfleik úr sjö skottilraunum. Íslendingar náðu að slá Hollendinga algjörlega út af laginu með grimmum varnarleik og beinskeyttum sóknarleik en á pappírunum eiga Hollendingar að vera með sterkara lið og státa til að mynda af tveimur leikmönnum sem verða í NBA-deildinni næsta vetur. Það telur þó lítið þegar á völlinn er komið eins og Íslendingar sýndu það í dag. Íslendingar virkuðu örlítið kaldir í upphafi þriðja leikhluta og fyrstu stigin létu bíða eftir sér og Hollendingar söxuðu smátt og smátt á forskotið. Staðan var orðin 66-55 fyrir lokaleikhlutann og spennan gríðarleg. Það er skemmst að segja frá því að Íslendingar héldu haus í fjórða leikhlutanum og hleyptu Holendingum aldrei nálægt sér og unnu sem segir að lokum 87-75. Stign hjá Íslandi: Jón Arnór Stefánsson 23 (5 fráköst), Páll Axel Vilbergsson 18, Logi Gunnarsson 16, Fannar Ólafsson 13 (6 fráköst), Pavel Ermolinskij 7 (10 stoðsendingar, 8 fráköst), Magnús Þór Gunnarsson 3, Helgi Már Magnússon 3, Hörður Axel Vilhjálmsson 2, Sigurður Þorsteinsson 2. Sigurinn var verðskuldaður og sigur liðsheildarinnar hjá íslenska liðinu sem skaust upp að hlið Austurríkis í A-riðli. Næsti leikur Íslands er gegn Svarfjallalandi á miðvikudaginn.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira