Erlent

Handtekinn í teiti Íhaldsflokksins

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Neðri deild breska þingsins.
Neðri deild breska þingsins.

Lögregla í London handtók mann sem staddur var í leyfisleysi í þinghúsinu og sótti þar vorfögnuð Íhaldsflokksins um helgina. Beita þurfti piparúða til að yfirbuga manninn sem lét ófriðlega og hafði stofnað til rifrildis við einn gestanna. Hinn handtekni bar ekki innanhússskilríki sem áskilin eru til að komast inn í og mega fara um húsið. Málið þykir hið vandræðalegasta fyrir lögregluna sem vinnur einmitt að því núna að skipuleggja öryggisgæslu á ráðstefnu 20 stærstu iðnríkja heims sem hefst í London í þessari viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×