Erlent

Stakk kærastann í munninn

Sextán ára gömul stúlka er í gæsluvarðhaldi í bænum Fredericia í Danmörku grunuð um að hafa reynt að ráða kærasta sínum bana. Stúlkan lenti í miklu rifrildi við kærasta sinn sem er 34 ára gamall og lauk átökunum með því að stúlkan rak hníf upp í munn mannsins. Hann var fluttur á sjúkrahús í skyndi en mun vera úr lífshættu. Stúlkan verður yfirheyrð síðar í dag en hún hefur samkvæmt dönskum miðlum komið áður við sögu lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×