Erlent

Kóresk skip skiptust á skotum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Línan milli ríkjanna, eins og hún liggur um sjóinn.
Línan milli ríkjanna, eins og hún liggur um sjóinn.

Suðurkóreskt herskip skaut á skip frá Norður-Kóreu sem siglt hafði inn fyrir landhelgislínu Suður-Kóreu við vesturströnd Kóreuskagans í morgun. Norðurkóreska skipið laskaðist töluvert og skaut til baka án þess að hæfa. Það sigldi svo sína leið. Ekki hafa borist upplýsingar um manntjón en undanfarinn áratug hefur tvisvar komið til mannskæðra átaka á sjó milli Kóreuríkjanna, árin 1999 og 2002.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×