Fólk í fréttum? Þurý Björk Björgvinsdóttir skrifar 22. október 2009 06:00 Fimmtudaginn 15. október stofnaði ég hóp á Facebook sem ber nafnið Burt með slúðurfréttirnar af Vísi.is. Hef ég á stuttum tíma fengið miklar og góðar viðtökur en þegar þetta er ritað eru alls 724 meðlimir í hópnum og fjölgar þar stöðugt. Það er deginum ljósara að ég er ekki ein um þær skoðanir sem hér á eftir fara. Ég hef í nokkurn tíma verið afar ósátt við dálkinn Fólk í fréttum á Vísir.is. Fyrirsagnir á borð við „Risavaxnar mjaðmir", „Ómálað smetti", „Sjúskuð og sjoppuleg", „Sæl þrátt fyrir skvap" og „Flatbrjósta - Myndir!" eru bara toppurinn á ísjakanum. Ég vil taka það fram, að ég er í sjálfu ekki á móti slúðurfréttum, þær geta haft ótvírætt skemmtanagildi. Ég nam fjölmiðlafræði í Háskóla Íslands sem aukagrein og tók m.a. fyrir í BA ritgerð minni fyrirbæri sem vestanhafs kallast infotainment, eða upplýsingaafþreying eins og ég kaus að þýða það. Í veröld sem er yfirfull af fréttum af stríði, fátækt, umhverfismengun, fjármálakreppum og falli Lehman bræðra, er einungis skiljanlegt að fólk sæki í léttara og auðmeltara efni. Það er hinsvegar mikill munur á því að birta fréttir um það hvaða Hollywood stjörnur séu að slá sér upp og því að taka konur fyrir og úthrópa þær fyrir það eitt að voga sér ómálaðar út úr húsi! Útlitskröfur blaðamanna Vísis.is eru greinilega ekkert smáræði. En þessar upphrópanakenndu furðufréttir um útlit kvenna ýta ekki aðeins undir fáranlegar staðalmyndir um að allar konur eigi að líta út eins og súpermódel. Þær eru einnig litaðar af stækri kvenfyrirlitningu og fordómum. Það er alvarlegt mál og það getur ekki talist ásættanlegt að einn stærsti vefmiðill landsins kjósi að birta í sífellu „fréttir" af því tagi. Staðreyndin er sú að þetta eru mikið lesnar færslur. Því miður er ég hrædd um að mikill meirihluti lesenda þeirra sé börn og unglingar og því er ábyrgð þeirra sem þær skrifa enn meiri. En ábyrgð okkar sem lesenda er einnig umtalsverð og því verðum við að reyna að vekja fólk til umhugsunar. Höfum hugfast að börn og unglingar eru á því tímaskeiði í sínu lífi þar sem sjálfsmyndin er í mestri mótun. Mér finnst það satt að segja afar sorglegt að fólkið á bak við þessar færslur skuli geta sest niður og skrifað svona um konur. Fólk sem líklega á dætur, mæður, frænkur og vinkonur, væntanlega af öllum stærðum og gerðum. Eru þetta virkilega skilaboðin sem þetta fólk vill senda stúlkum og konum í okkar samfélagi? Að konur sem fari ómálaðar út í búð, í skólann eða til vinnu, sé með „ómálað smetti"? Einn meðlimur Facebook-hópsins hringdi í vikunni á fréttastofu Vísis.is þar sem þau svör voru gefin að þar sem þetta væru með mest lesnu fréttum síðunnar væri lítið hægt að gera. Hinsvegar er það svo að fréttir með mörgum myndum gefa alls ekki rétta mynd af fjölda flettinga. Vefmiðlar virka þannig að með hverri mynd sem þú skoðar, hvert klikk inni í fréttinni sjálfri telst sem ein lesning. Þannig að þegar upp er staðið, frétt lesin og allar myndir skoðaðar, telur síðan að þú hafir lesið fréttina alls 10-15 sinnum eftir því hvað myndir eru margar. Þetta er án efa skýring þess að þessar slúðurfréttir eru hvað eftir annað mest lesnu fréttirnar á Vísi.is. Og hvað með það þó þetta séu mest lesnu fréttirnar? Er Vísir.is tilbúinn til að henda siðferðislegum viðmiðum út um gluggann bara til að fá fleiri heimsóknir á síðuna sína? Væru sömu svör gefin ef birtast tækju þar fréttir sem væru uppfullar af kynþáttafordómum? Er svarið „Ég meina hey, svo framarlega sem fólk er að lesa þetta…" virkilega boðlegt? Við getum gert það sem í okkar valdi stendur og sniðgengið þessar fréttir á sama tíma og við köllum á breytingar á ritstjórnarstefnu þessa dálks! Höfundur er stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Fimmtudaginn 15. október stofnaði ég hóp á Facebook sem ber nafnið Burt með slúðurfréttirnar af Vísi.is. Hef ég á stuttum tíma fengið miklar og góðar viðtökur en þegar þetta er ritað eru alls 724 meðlimir í hópnum og fjölgar þar stöðugt. Það er deginum ljósara að ég er ekki ein um þær skoðanir sem hér á eftir fara. Ég hef í nokkurn tíma verið afar ósátt við dálkinn Fólk í fréttum á Vísir.is. Fyrirsagnir á borð við „Risavaxnar mjaðmir", „Ómálað smetti", „Sjúskuð og sjoppuleg", „Sæl þrátt fyrir skvap" og „Flatbrjósta - Myndir!" eru bara toppurinn á ísjakanum. Ég vil taka það fram, að ég er í sjálfu ekki á móti slúðurfréttum, þær geta haft ótvírætt skemmtanagildi. Ég nam fjölmiðlafræði í Háskóla Íslands sem aukagrein og tók m.a. fyrir í BA ritgerð minni fyrirbæri sem vestanhafs kallast infotainment, eða upplýsingaafþreying eins og ég kaus að þýða það. Í veröld sem er yfirfull af fréttum af stríði, fátækt, umhverfismengun, fjármálakreppum og falli Lehman bræðra, er einungis skiljanlegt að fólk sæki í léttara og auðmeltara efni. Það er hinsvegar mikill munur á því að birta fréttir um það hvaða Hollywood stjörnur séu að slá sér upp og því að taka konur fyrir og úthrópa þær fyrir það eitt að voga sér ómálaðar út úr húsi! Útlitskröfur blaðamanna Vísis.is eru greinilega ekkert smáræði. En þessar upphrópanakenndu furðufréttir um útlit kvenna ýta ekki aðeins undir fáranlegar staðalmyndir um að allar konur eigi að líta út eins og súpermódel. Þær eru einnig litaðar af stækri kvenfyrirlitningu og fordómum. Það er alvarlegt mál og það getur ekki talist ásættanlegt að einn stærsti vefmiðill landsins kjósi að birta í sífellu „fréttir" af því tagi. Staðreyndin er sú að þetta eru mikið lesnar færslur. Því miður er ég hrædd um að mikill meirihluti lesenda þeirra sé börn og unglingar og því er ábyrgð þeirra sem þær skrifa enn meiri. En ábyrgð okkar sem lesenda er einnig umtalsverð og því verðum við að reyna að vekja fólk til umhugsunar. Höfum hugfast að börn og unglingar eru á því tímaskeiði í sínu lífi þar sem sjálfsmyndin er í mestri mótun. Mér finnst það satt að segja afar sorglegt að fólkið á bak við þessar færslur skuli geta sest niður og skrifað svona um konur. Fólk sem líklega á dætur, mæður, frænkur og vinkonur, væntanlega af öllum stærðum og gerðum. Eru þetta virkilega skilaboðin sem þetta fólk vill senda stúlkum og konum í okkar samfélagi? Að konur sem fari ómálaðar út í búð, í skólann eða til vinnu, sé með „ómálað smetti"? Einn meðlimur Facebook-hópsins hringdi í vikunni á fréttastofu Vísis.is þar sem þau svör voru gefin að þar sem þetta væru með mest lesnu fréttum síðunnar væri lítið hægt að gera. Hinsvegar er það svo að fréttir með mörgum myndum gefa alls ekki rétta mynd af fjölda flettinga. Vefmiðlar virka þannig að með hverri mynd sem þú skoðar, hvert klikk inni í fréttinni sjálfri telst sem ein lesning. Þannig að þegar upp er staðið, frétt lesin og allar myndir skoðaðar, telur síðan að þú hafir lesið fréttina alls 10-15 sinnum eftir því hvað myndir eru margar. Þetta er án efa skýring þess að þessar slúðurfréttir eru hvað eftir annað mest lesnu fréttirnar á Vísi.is. Og hvað með það þó þetta séu mest lesnu fréttirnar? Er Vísir.is tilbúinn til að henda siðferðislegum viðmiðum út um gluggann bara til að fá fleiri heimsóknir á síðuna sína? Væru sömu svör gefin ef birtast tækju þar fréttir sem væru uppfullar af kynþáttafordómum? Er svarið „Ég meina hey, svo framarlega sem fólk er að lesa þetta…" virkilega boðlegt? Við getum gert það sem í okkar valdi stendur og sniðgengið þessar fréttir á sama tíma og við köllum á breytingar á ritstjórnarstefnu þessa dálks! Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun