Erlent

Chavez býr her sinn undir stríð

Hugo Chavez, forseti Venesúela, sagði her landsins að búa sig undir stríð við Kólumbíu. Hann sagði hættu á að Bandaríkin myndu reyna að etja Kólumbíu út í hernað gegn Venesúela.

„Besta leiðin til að komast hjá stríði er að búa sig undir það," sagði hann í vikulegu sjónvarpsávarpi sínu í gær.

Þetta voru viðbrögð hans við samningi sem Bandaríkin og Kólumbía gerðu um að bandarískir hermenn fengju aukinn aðgang að herstöðvum í Kólumbíu.- gb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×