Viðskipti innlent

Jón Sigurðsson lokar NASDAQ markaðinum í New York í kvöld

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar hf. mun loka NASDAQ markaðnum við Times Square í New York í kvöld við hátíðlega athöfn, en fyrirtækið fagnar 10 ára skráningarafmæli sínu um þessar mundir.

Í tilkynningu segir að Össur var skráð í Kauphöllina í október árið 1999.

Þórður Friðjónsson, forstjóri NASDAQ OMX kauphallarinnar á Íslandi mun bjóða Jón og starfsfólk Össurar velkomið að MarketSite sem gestgjafi NASDAQ OMX á athöfninni.

Útsending hefst í kvöld, mánudaginn 9. nóvember 2009 kl. 20.45 að íslenskum tíma (15.45 NY tíma)

Hægt er að horfa á útsendinguna í beinni útsendingu á vefsetri NASDAQ OMX: http://www.nasdaq.com/about/marketsitetowervideo.asx

Einnig er hægt að horfa á athöfnina síðar á Facebook síðu NASDAQ OMX: http://www.facebook.com/pages/NASDAQ-OMX/108167527653 eða af vefsetri NASDAQ OMX http://www.nasdaq.com/reference/marketsite_events.stm.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×