Erlent

Sviðin jörð í El Salvador eftir Ídu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Níutíu og einn er látinn og 60 saknað eftir flóð og aurskriður sem herjuðu á íbúa El Salvador þegar fellibylurinn Ída fór yfir landið um helgina. Ída hefur sótt í sig veðrið að undanförnu og náði töluverðum styrk eftir að hún fór yfir Karabíska hafið. Ástandið var verst í El Salvador á laugardagskvöldið en þá hófst mikið regn og ár flæddu yfir bakka sína. Aurskriður fylgdu svo í kjölfarið og missti fjöldi fólks heimili sín. Innanríkisráðherra landsins, Humberto Centeno, segir atburðina hreinan harmleik og varar um leið við áframhaldandi veðurofsa sem þó ætti að ganga yfir í dag. Ída hefur nú tekið stefnuna út á Mexíkóflóa og er talið að olíu- og gasborpallar þar gætu orðið fyrir henni. Þegar hefur verið hafist handa við að flytja starfsfólk burt af pöllunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×