Viðskipti innlent

Krónan styrkist um 0,5 prósent - vísitalan í 194 stigum

Krónan hefur styrkst um 0,5 prósent í dag. Gengisvísitalan stendur í 194 stigum og hefur hún því styrkst um 13,8 prósent síðasta hálfa mánuðinn. Gjaldeyrishöftin skýra styrkinguna að mestu enda innflæði gjaldeyris nokkuð jafnt á sama tíma og lítið fer út auk kaupa Seðlabankans á krónum, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Glitnis.

Eins og fram kom í Fréttablaðinu í dag nemur velta á millibankamarkaði með gjaldeyri um 300 milljónum króna. Kaup Seðlabankans á 100 milljónum króna að meðaltali á dag bætast þar við.

Fyrir bankahrunið í október í fyrra hljóp meðalveltan á 20 til 40 milljörðum króna á millibankamarkaði.

Einn Bandaríkjadalur kostar nú 113,9 krónur, eitt breskt pund 162,6 krónur, ein evra rúmar 146,2 krónur og ein dönsk 19,6 krónur íslenskar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×