Viðskipti innlent

Ísland í fimmta efsta sæti yfir þjóðir taldar í gjaldþrotshættu

Ísland er í fimmta efsta sæti af þeim tíu þjóðum sem taldar eru í mestri hætti á að lenda í gjaldþroti. Þetta kemur fram í nýbirtum lista CMA, markaðsfyrirtækis í London sem heldur utan um skuldatryggingaviðskipti heimsins.

Samkvæmt listanum er taldar tæplega 37% líkur á því að Ísland komist í þrot. Efst á listanum er Argentína en líkurnar á að það land komist í þroti eru metnar 72%.

Fyrir utan Argentínu eru Úkranía, Venesúela og Lettland fyrir ofan Ísland á listanum. Fyrir neðan Ísland eru löndin Dubai, Kazakhstan, Litháen, Búlgaría og Rúmenía.

Bloomberg fjallar um málið í dag og þar kemur fram að fyrrgreindar 10 þjóðir eru meðal þeirra 63 þjóða í heiminum þar sem skuldatryggingar hafa verið teknar út á lán þeirra.

Góðu fréttirnar, ef góðar skyldi kalla, eru að sjálft skuldatryggingarálagið á skuldum ríkissjóðs hefur lækkað og er nú að meðaltali 661 punktar samkvæmt CMA. Í vetur fór þetta álag töluvert yfir 800 punkta.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×