Segist fá 3,3 milljónir í laun á ári 8. febrúar 2009 18:08 Jón Ásgeir Jóhannesson situr áfram í stjórnum tveggja breskra félaga þrátt fyrir að þau hafi verið sett í greiðslustöðvun og skilanefnd Landsbankans hafi gengið að veðum í þeim. Fyrir stjórnarsetuna segist hann fá þrjú hundruð þúsund krónur í mánaðarlaun. Skilanefnd Landsbankans gekk að veðum í BG Holding, dótturfyrirtækis Baugs í Bretlandi í síðustu viku eftir að farið hafði verið fram á greiðslustöðvun fyrirtæksins í Bretlandi. Veðin sem bankinn gekk að eru í fjórum fyrirtækjum en þeirra á meðal eru verslunarkeðjan Hamleys og matvöruverslanirnar Iceland. Með þessu vildi bankinn tryggja að ekki væri hægt að ráðstafa fjárfestingum BG Holding án þess að haft yrði samráð við Landsbankann. Skilanefnd Landbankans samdi við stjórnendur fyrirtækjanna að sitja þar áfram þrátt fyrir þetta. Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi skilanefndarinnar, segir að þetta hafi verið gert til að raska sem minnst við rekstrinum. Jón Ásgeir Jóhannesson hefur setið í stjórn Hamleys og Iceland og mun hann því gera það áfram og fá laun fyrir það. Breski vefmiðillinn This is Money fullyrti í dag að Jón Ásgeir fengi fyrir þetta 3,3 milljónir í laun á mánuði og bifreið og þyrlu til afnota. Þetta segir Jón Ásgeir langt frá sannleikanum. Hann fái greitt þrjár og hálfa milljón króna á ári fyrir stjórnarstörf sín eða tæplega þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði. Hann fái engin fríðindi, bíl eða annað slíkt. Þegar óskað var eftir greiðslustöðvun í fyrirtækjunum voru tilnefndir tveir breskir tilsjónarmenn frá endurskoðendaskrifstofunni Price Waterhouse Coopers. Þeirra hlutverk verður að fylgjast með því að allt gangi eðlilega í rekstri fyrirtækjanna en þeir geta breytt stjórnum þeirra eða gert athugasemdir við reksturinn. Jón Ásgeir segir það því í raun í þeirra höndum hversu lengi hann kemur til með að sitja í stjórnunum. Jón Ásgeir fékk þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm í Baugsmálinu síðasta sumar en það þýddi að hann má ekki sitja í stjórnum fyrirtækja hér á landi í þrjú ár. Í framhaldinu sagði hann sig úr stjórnum fyrirtækja hér á landi. Hann getur hins vegar setið í stjórnum erlendis þar sem önnur lög gilda þar. Hjá skilanefnd Landsbankans fengust þær upplýsingar í dag að nefndin hefði ekki skoðað neitt sérstaklega hvort að dómurinn hafi áhrif á áframhaldandi stjórnarsetu hans í bresku félögunum tveimur. Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson situr áfram í stjórnum tveggja breskra félaga þrátt fyrir að þau hafi verið sett í greiðslustöðvun og skilanefnd Landsbankans hafi gengið að veðum í þeim. Fyrir stjórnarsetuna segist hann fá þrjú hundruð þúsund krónur í mánaðarlaun. Skilanefnd Landsbankans gekk að veðum í BG Holding, dótturfyrirtækis Baugs í Bretlandi í síðustu viku eftir að farið hafði verið fram á greiðslustöðvun fyrirtæksins í Bretlandi. Veðin sem bankinn gekk að eru í fjórum fyrirtækjum en þeirra á meðal eru verslunarkeðjan Hamleys og matvöruverslanirnar Iceland. Með þessu vildi bankinn tryggja að ekki væri hægt að ráðstafa fjárfestingum BG Holding án þess að haft yrði samráð við Landsbankann. Skilanefnd Landbankans samdi við stjórnendur fyrirtækjanna að sitja þar áfram þrátt fyrir þetta. Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi skilanefndarinnar, segir að þetta hafi verið gert til að raska sem minnst við rekstrinum. Jón Ásgeir Jóhannesson hefur setið í stjórn Hamleys og Iceland og mun hann því gera það áfram og fá laun fyrir það. Breski vefmiðillinn This is Money fullyrti í dag að Jón Ásgeir fengi fyrir þetta 3,3 milljónir í laun á mánuði og bifreið og þyrlu til afnota. Þetta segir Jón Ásgeir langt frá sannleikanum. Hann fái greitt þrjár og hálfa milljón króna á ári fyrir stjórnarstörf sín eða tæplega þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði. Hann fái engin fríðindi, bíl eða annað slíkt. Þegar óskað var eftir greiðslustöðvun í fyrirtækjunum voru tilnefndir tveir breskir tilsjónarmenn frá endurskoðendaskrifstofunni Price Waterhouse Coopers. Þeirra hlutverk verður að fylgjast með því að allt gangi eðlilega í rekstri fyrirtækjanna en þeir geta breytt stjórnum þeirra eða gert athugasemdir við reksturinn. Jón Ásgeir segir það því í raun í þeirra höndum hversu lengi hann kemur til með að sitja í stjórnunum. Jón Ásgeir fékk þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm í Baugsmálinu síðasta sumar en það þýddi að hann má ekki sitja í stjórnum fyrirtækja hér á landi í þrjú ár. Í framhaldinu sagði hann sig úr stjórnum fyrirtækja hér á landi. Hann getur hins vegar setið í stjórnum erlendis þar sem önnur lög gilda þar. Hjá skilanefnd Landsbankans fengust þær upplýsingar í dag að nefndin hefði ekki skoðað neitt sérstaklega hvort að dómurinn hafi áhrif á áframhaldandi stjórnarsetu hans í bresku félögunum tveimur.
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira