Erlent

Kastar rússneskum borgararétti

Utanríkisráðherra Georgíu hefur afsalað sér rússneskum ríkisborgararétti og skorið á fyrri tengsl við Moskvu.

Grigol Vashadze, sem er 51 árs gamall, starfaði í utanríkis­þjónustu Sovétríkjanna fyrir hrun þeirra. Litið var á skipun Vash­adzes sem utanríkisráðherra Georgíu í fyrra sem tilraun til að rétta Rússum sáttahönd eftir stríðið í ágúst það ár.

Samskipti þjóðanna eru samt enn stirð. Eigin­kona Vashadzes, Nino Ananiashvili, sem er fræg ballettdansmær og fyrrverandi stjarna Bolshoi-dansflokksins, hefur ekki farið að fordæmi eiginmannsins.- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×