Erlent

Grunað um tvö morð í janúar

Dmitrí Medvedev
Dmitrí Medvedev

Rússneska lögreglan hefur handtekið mann og konu sem grunuð eru um aðild að skotárás í Moskvu í janúar, þegar mannréttindalögmaðurinn Stanislav Merkelov og blaðakonan Anastasia Baburova voru myrt.

Yfirmaður leyniþjónustu Rússlands skýrði Dmitrí Medvedev forseta frá handtökunum í gær. Að sögn hans eru maðurinn og konan á þrítugsaldri og tengd samtökum öfgaþjóðernissinna sem talin eru hafa staðið að nokkrum morðum undanfarið sem öll virðast tengjast þjóðernishatri.

Sakborningarnir tveir voru leiddir fyrir dómara í Moskvu í gær.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×