Handbolti

Einar með sjö mörk

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Einar Hólmgeirsson í leik með íslenska landsliðinu.
Einar Hólmgeirsson í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Arnþór
Einar Hólmgeirsson skoraði sjö mörk fyrir Grosswallstadt sem tapaði fyrir Flensburg í þýsku úrvalsdeildinni í dag, 36-30.

Einar hefur átt við hnémeiðsli að stríða en hefur ekkert getað æft vegna þessa. Hann hefur hins vegar spilað í undanförnum leikjum og staðið sig vel.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði þrjú mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen sem vann öruggan sigur á Melsungen, 43-31. Gamla kempan Jackson Richardson skoraði tvö mörk fyrir Löwen.

Þá vann Dormagen mikilvægan sigur á Minden, 23-22, þar sem sigurmarkið kom á lokamínútu leiksins. Gylfi Gylfason skoraði tvö mörk fyrir Minden en Ingimundur Ingimundarson ekkert.

Hamburg vann Nordhorn, 36-32, og þarf því Kiel að vinna sinn leik á morgun til að verða þýskur meistari. Hefði Hamburg tapaði í dag hefði það dugað til að tryggja Kiel titilinn.

Rhein-Neckar Löwen er í öðru sætt deildarinnar með 42 stig og Grosswallstadt í ellefta sæti með 22 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×