Handbolti

Dramatískur sigur Kiel í undanúrslitum bikarsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel.
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel. Nordic Photos / Bongarts

Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, mætir sínum gömlu lærisveinum í Gummersbach í úrslitum þýsku bikarkeppninnar í Hamburg á morgun.

Kiel vann í dag sigur á Rhein-Neckar Löwen í undanúrslitum bikarsins, 36-35, eftir æsispennandi lokamínútur. Löwen jafnaði metin þegar aðeins tíu sekúndur voru til leiksloka en Tékkinn Filip Jicha tryggði Kiel sigur með marki á lokasekúndu leiksins.

Kiel hafði þriggja marka forystu í hálfleik, 21-18, og undirtökin lengst af í leiknum þar til að Rhein-Neckar Löwen náði að jafna metin undir lok leiksins.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sjö mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen, þar af fjögur úr vítum, og átti góðan leik.

Fyrr í dag vann Gummersbach sigur á Hamburg í hinni undanúrslitaviðureigninni en Alfreð var áður þjálfari fyrrnefnda liðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×