Samkeppni á samdráttartímum 28. september 2009 06:00 Eitt af því mikilvægasta sem huga þarf að við endurreisn íslensks efnahagslífs er hvernig tryggja má að hagkerfi framtíðarinnar geti skilað landsmönnum sem bestum lífskjörum á næstu árum og áratugum. Í þeirri vinnu þarf augljóslega bæði að horfa til þess sem vel var gert á undanförnum árum og þess sem fór úrskeiðis. Við þurfum að byggja á því fyrra og koma í veg fyrir að það síðara geti endurtekið sig. Við getum einnig horft til reynslu annarra landa af alvarlegum efnahagsáföllum og hvað hefur gefist vel og hvað illa við að vinna á þeim. Reynsla annarra landa kennir að á samdráttartímum kann að virðast freistandi að reyna að styðja við illa stödd fyrirtæki með því að gefa þeim afslátt af eðlilegum samkeppnisreglum. Það er líka við því að búast að raddir þeirra sem vilja vernda innlend fyrirtæki fyrir erlendri samkeppni verði háværar. Reynsla annarra landa kennir líka að þetta er reginfirra. Það leysir engan vanda, ekki einu sinni til skamms tíma, að draga úr samkeppni á samdráttartímum. Það örvar ekki efnahagslífið. Þvert á móti. Fyrirtæki sem búa ekki við aðhald eðlilegra samkeppnisreglna setja upp hærra verð, framleiða minna, fjárfesta minna, setja minna í vöruþróun og leit að nýjum mörkuðum og veita færri atvinnu en þau sem búa við heilbrigða samkeppni. Ein helsta skýring þess hve Bandaríkjamönnum gekk hægt að vinna sig út úr heimskreppunni á fjórða áratugnum er einmitt þau mistök sem þeir gerðu þá með því að draga úr aðhaldi með samkeppni fyrirtækja. Þegar Finnar lentu í djúpri efnahagslægð í upphafi tíunda áratugarins var þeim þetta ljóst. Mikilvægur þáttur í viðbrögðum þeirra við efnahagsvandanum var að efla samkeppniseftirlit þar í landi, m.a. með nýjum lagaheimildum. Samkeppniseftirlitin á Norðurlöndum draga þetta skýrt fram með dæmum frá fleiri löndum í sameiginlegri skýrslu þeirra um samkeppni í fjármálakreppunni sem út kom fyrr í þessum mánuði. Á fjórða áratugnum kom einnig skýrt í ljós hve skelfilegar afleiðingar það hefur ef einstök lönd reyna að vernda sinn heimamarkað til að vinna gegn samdrætti. Innflutningshöft í einu landi valda þarlendum neytendum beinum skaða. Um leið og önnur lönd svara í sömu mynt skaðast útflytjendur einnig. Tollmúrar og innflutningshöft valda á endanum tjóni fyrir alla. Því er það mjög mikilvægt, jafnt fyrir Ísland sem önnur lönd, að reyna ekki að varpa vanda eins lands vegna efnahagssamdráttar yfir á nágrannana með vanhugsuðum aðgerðum. Það hefur aldrei gefist vel. Virk og heilbrigð samkeppni er nauðsynleg forsenda þess að íslenskt efnahagslíf geti náð vopnum sínum á ný. Það er vissulega erfitt að ganga í gegnum djúpan samdrátt efnahagslífsins en því má ekki gleyma að við getum og munum fyrirsjáanlega vinna okkur út úr vandanum. Umrótið skapar jafnframt margvísleg tækifæri. Margt má hugsa upp á nýtt. Við þurfum ekki og eigum ekki að endurreisa þær fyrirtækjasamsteypur og þau eignarhaldsfélög sem tröllriðu íslensku efnahagslífi undanfarin ár. Við getum líka og munum skipuleggja nýtt og heilbrigðara fjármálakerfi frá grunni. Nýtt hagkerfi á að geta risið með fleiri, smærri og fjölbreyttari fyrirtækjum, einfaldara og gagnsærra eignarhaldi og mun eðlilegri dreifingu arðs af starfsemi þeirra. Endurreist fjármálakerfi Íslendinga leikur lykilhlutverk í þessari vinnu. Mjög mikilvægt er að þegar lánastofnanir koma að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja á næstu mánuðum verði horft til samkeppnissjónarmiða. Gagnsæ og fagleg vinnubrögð lánastofnana eru jafnframt nauðsynleg til að tryggja að skilið verði milli feigs og ófeigs í fyrirtækjaflórunni með skynsamlegum hætti. Þau fyrirtæki eiga að fá að lifa sem geta skapað verðmæti og skilað arði í harðri samkeppni við eðlilegar aðstæður. Það er hins vegar engum greiði gerður með því að halda fyrirtækjum á lífi sem ekki þola náttúruval heilbrigðs markaðar. Íslenskt efnahagslíf byggir þrátt fyrir allt á afar sterkum stoðum. Því má ekki gleyma að jafnvel áður en útrásarbólan bjó til óraunhæf lífskjör og keyrði neyslu landsmanna upp úr öllu valdi var afar gott að búa á Íslandi. Lífskjör höfðu aldrei verið betri í sögu landsins og stóðust vel samanburð við það sem best þekkist erlendis. Þótt við þurfum að leggja talsvert á okkur á næstu misserum til að leysa skammtímavanda höfum við ekki tapað neinu af því sem þurfti til að búa svo vel. Við höfum jafnframt alla burði til að gera enn betur á næstu áratugum. Höfundur er viðskiptaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eitt af því mikilvægasta sem huga þarf að við endurreisn íslensks efnahagslífs er hvernig tryggja má að hagkerfi framtíðarinnar geti skilað landsmönnum sem bestum lífskjörum á næstu árum og áratugum. Í þeirri vinnu þarf augljóslega bæði að horfa til þess sem vel var gert á undanförnum árum og þess sem fór úrskeiðis. Við þurfum að byggja á því fyrra og koma í veg fyrir að það síðara geti endurtekið sig. Við getum einnig horft til reynslu annarra landa af alvarlegum efnahagsáföllum og hvað hefur gefist vel og hvað illa við að vinna á þeim. Reynsla annarra landa kennir að á samdráttartímum kann að virðast freistandi að reyna að styðja við illa stödd fyrirtæki með því að gefa þeim afslátt af eðlilegum samkeppnisreglum. Það er líka við því að búast að raddir þeirra sem vilja vernda innlend fyrirtæki fyrir erlendri samkeppni verði háværar. Reynsla annarra landa kennir líka að þetta er reginfirra. Það leysir engan vanda, ekki einu sinni til skamms tíma, að draga úr samkeppni á samdráttartímum. Það örvar ekki efnahagslífið. Þvert á móti. Fyrirtæki sem búa ekki við aðhald eðlilegra samkeppnisreglna setja upp hærra verð, framleiða minna, fjárfesta minna, setja minna í vöruþróun og leit að nýjum mörkuðum og veita færri atvinnu en þau sem búa við heilbrigða samkeppni. Ein helsta skýring þess hve Bandaríkjamönnum gekk hægt að vinna sig út úr heimskreppunni á fjórða áratugnum er einmitt þau mistök sem þeir gerðu þá með því að draga úr aðhaldi með samkeppni fyrirtækja. Þegar Finnar lentu í djúpri efnahagslægð í upphafi tíunda áratugarins var þeim þetta ljóst. Mikilvægur þáttur í viðbrögðum þeirra við efnahagsvandanum var að efla samkeppniseftirlit þar í landi, m.a. með nýjum lagaheimildum. Samkeppniseftirlitin á Norðurlöndum draga þetta skýrt fram með dæmum frá fleiri löndum í sameiginlegri skýrslu þeirra um samkeppni í fjármálakreppunni sem út kom fyrr í þessum mánuði. Á fjórða áratugnum kom einnig skýrt í ljós hve skelfilegar afleiðingar það hefur ef einstök lönd reyna að vernda sinn heimamarkað til að vinna gegn samdrætti. Innflutningshöft í einu landi valda þarlendum neytendum beinum skaða. Um leið og önnur lönd svara í sömu mynt skaðast útflytjendur einnig. Tollmúrar og innflutningshöft valda á endanum tjóni fyrir alla. Því er það mjög mikilvægt, jafnt fyrir Ísland sem önnur lönd, að reyna ekki að varpa vanda eins lands vegna efnahagssamdráttar yfir á nágrannana með vanhugsuðum aðgerðum. Það hefur aldrei gefist vel. Virk og heilbrigð samkeppni er nauðsynleg forsenda þess að íslenskt efnahagslíf geti náð vopnum sínum á ný. Það er vissulega erfitt að ganga í gegnum djúpan samdrátt efnahagslífsins en því má ekki gleyma að við getum og munum fyrirsjáanlega vinna okkur út úr vandanum. Umrótið skapar jafnframt margvísleg tækifæri. Margt má hugsa upp á nýtt. Við þurfum ekki og eigum ekki að endurreisa þær fyrirtækjasamsteypur og þau eignarhaldsfélög sem tröllriðu íslensku efnahagslífi undanfarin ár. Við getum líka og munum skipuleggja nýtt og heilbrigðara fjármálakerfi frá grunni. Nýtt hagkerfi á að geta risið með fleiri, smærri og fjölbreyttari fyrirtækjum, einfaldara og gagnsærra eignarhaldi og mun eðlilegri dreifingu arðs af starfsemi þeirra. Endurreist fjármálakerfi Íslendinga leikur lykilhlutverk í þessari vinnu. Mjög mikilvægt er að þegar lánastofnanir koma að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja á næstu mánuðum verði horft til samkeppnissjónarmiða. Gagnsæ og fagleg vinnubrögð lánastofnana eru jafnframt nauðsynleg til að tryggja að skilið verði milli feigs og ófeigs í fyrirtækjaflórunni með skynsamlegum hætti. Þau fyrirtæki eiga að fá að lifa sem geta skapað verðmæti og skilað arði í harðri samkeppni við eðlilegar aðstæður. Það er hins vegar engum greiði gerður með því að halda fyrirtækjum á lífi sem ekki þola náttúruval heilbrigðs markaðar. Íslenskt efnahagslíf byggir þrátt fyrir allt á afar sterkum stoðum. Því má ekki gleyma að jafnvel áður en útrásarbólan bjó til óraunhæf lífskjör og keyrði neyslu landsmanna upp úr öllu valdi var afar gott að búa á Íslandi. Lífskjör höfðu aldrei verið betri í sögu landsins og stóðust vel samanburð við það sem best þekkist erlendis. Þótt við þurfum að leggja talsvert á okkur á næstu misserum til að leysa skammtímavanda höfum við ekki tapað neinu af því sem þurfti til að búa svo vel. Við höfum jafnframt alla burði til að gera enn betur á næstu áratugum. Höfundur er viðskiptaráðherra.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun