Bjarni til liðs við fjárfesta í Ameríku Óli Kristján Ármannsson skrifar 23. apríl 2008 00:01 Bjarni Ármannsson Bjarni Ármannsson fjárfestir og Norðmaðurinn Frank Ove Reite hafa gengið til liðs við einkaframtakssjóðinn (e. private equity) Paine & Partners í Bandaríkjunum, að því er sjóðurinn tilkynnir í dag. Frank Reite var áður framkvæmdastjóri hjá Glitni þar sem Bjarni var forstjóri. Hlutverk Bjarna og Franks innan sjóðsins verður að stýra fjárfestingum í Norður-Evrópu með sérstaka áherslu á sjávarútveg, orkuiðnað og fjármálaþjónustu. Í viðtali við Markaðinn í dag kveðst Bjarni um skeið hafa haft það á bak við eyrað að hefja samstarf um fjárfestingar við fjárfestingarbanka eða einkaframtakssjóð. W. Dexter Paine, stofnandi Paine & Partners, segist í tilkynningu himinlifandi að fá þá Frank og Bjarna til liðs við sjóðinn. „Mörg okkar hafa verið þeirrar ánægju aðnjótandi að vinna náið með þeim,“ segir hann og rekur kynnin við þá um áratug aftur í tímann þegar þeir voru báðir starfandi hjá Glitni. Paine & Partners var stofnaður árið 1997 og er með aðsetur í San Francisco og New York. Bjarni segir sjóðinn afar öflugan, en frá stofnun hefur hann fjárfest fyrir tæplega sex og hálfan milljarð Bandaríkjadala í félögum í ýmsum atvinnugreinum. „Ávöxtun á það eigið fé sem í þeim fjárfestingum hefur verið bundið hefur að jafnaði verið 33 prósent á ári,“ segir hann. Paine & Partners fjárfestir nú úr sjóði sem nefnist Paine & Partners III og er um 1.200 milljónir dala að stærð, en það er pottur upp á tæpa níutíu milljarða íslenskra króna. Bjarni segir ekki loku fyrir það skotið að samstarfið verði ákveðinn farvegur fyrir aukna erlenda fjárfestingu hér á landi. „En hvar okkur ber nákvæmlega niður verður auðvitað bara að koma í ljós,“ segir hann. Auk þess að ræða samstarfið við Paine & Partners fer Bjarni yfir horfur í efnahagsmálum í viðtalinu í miðopnu blaðsins. Hann segir ljóst að krónan hafi glatað trausti bæði innanlands og utan og brýnir stjórnvöld til aðgerða í efnahagsmálum til að efla traust erlendra greiningaraðila og fjárfesta. Hann segir ríða á að gjaldeyrisforðinn verði efldur og að þjóðinni verði mörkuð stefna til farsællar framtíðar. Hann segir þar sjálfsagt fleiri en eina leið færa, en ljóst sé að hraða þurfi mjög þeirri vinnu. „Maður sér að sjálfsögðu hvernig umræðan um Evrópusambandið er að taka á sig nýja mynd; margir sjá það sem lausnarfarveg núna og það má vel vera.“ Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Sjá meira
Bjarni Ármannsson fjárfestir og Norðmaðurinn Frank Ove Reite hafa gengið til liðs við einkaframtakssjóðinn (e. private equity) Paine & Partners í Bandaríkjunum, að því er sjóðurinn tilkynnir í dag. Frank Reite var áður framkvæmdastjóri hjá Glitni þar sem Bjarni var forstjóri. Hlutverk Bjarna og Franks innan sjóðsins verður að stýra fjárfestingum í Norður-Evrópu með sérstaka áherslu á sjávarútveg, orkuiðnað og fjármálaþjónustu. Í viðtali við Markaðinn í dag kveðst Bjarni um skeið hafa haft það á bak við eyrað að hefja samstarf um fjárfestingar við fjárfestingarbanka eða einkaframtakssjóð. W. Dexter Paine, stofnandi Paine & Partners, segist í tilkynningu himinlifandi að fá þá Frank og Bjarna til liðs við sjóðinn. „Mörg okkar hafa verið þeirrar ánægju aðnjótandi að vinna náið með þeim,“ segir hann og rekur kynnin við þá um áratug aftur í tímann þegar þeir voru báðir starfandi hjá Glitni. Paine & Partners var stofnaður árið 1997 og er með aðsetur í San Francisco og New York. Bjarni segir sjóðinn afar öflugan, en frá stofnun hefur hann fjárfest fyrir tæplega sex og hálfan milljarð Bandaríkjadala í félögum í ýmsum atvinnugreinum. „Ávöxtun á það eigið fé sem í þeim fjárfestingum hefur verið bundið hefur að jafnaði verið 33 prósent á ári,“ segir hann. Paine & Partners fjárfestir nú úr sjóði sem nefnist Paine & Partners III og er um 1.200 milljónir dala að stærð, en það er pottur upp á tæpa níutíu milljarða íslenskra króna. Bjarni segir ekki loku fyrir það skotið að samstarfið verði ákveðinn farvegur fyrir aukna erlenda fjárfestingu hér á landi. „En hvar okkur ber nákvæmlega niður verður auðvitað bara að koma í ljós,“ segir hann. Auk þess að ræða samstarfið við Paine & Partners fer Bjarni yfir horfur í efnahagsmálum í viðtalinu í miðopnu blaðsins. Hann segir ljóst að krónan hafi glatað trausti bæði innanlands og utan og brýnir stjórnvöld til aðgerða í efnahagsmálum til að efla traust erlendra greiningaraðila og fjárfesta. Hann segir ríða á að gjaldeyrisforðinn verði efldur og að þjóðinni verði mörkuð stefna til farsællar framtíðar. Hann segir þar sjálfsagt fleiri en eina leið færa, en ljóst sé að hraða þurfi mjög þeirri vinnu. „Maður sér að sjálfsögðu hvernig umræðan um Evrópusambandið er að taka á sig nýja mynd; margir sjá það sem lausnarfarveg núna og það má vel vera.“
Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent