Viðskipti innlent

Iceland Express hættir flugi frá Egilsstöðum

Iceland Express hefur ákveðið að hætta áætlunarflugi frá Egilsstöðum til Kaupmannahafnar vegna dræmrar sölu á flugerðum á þessari áætlunarleið. ,,Mér finnst heimamenn ekki taka nægilega vel við sér. Það virðist ekki vera þörf á Egilsstöðum fyrir svona flug þannig að við tókum þá ákvörðun að hætta því flugi." Þetta sagði Matthías Imsland, framkvæmdastjóri Iceland Express, í samtali við Sindra Sindrason Í lok dags hér á Vísi.

Matthías segir að þróunin hafi verið allt önnur á Akureyri þar sem heimamenn hafi tekið vel við sér. Þess vegna verði flugið styrkt fyrir norðan og jafnvel komi til greina að fljúga til fleiri staða frá Akureyri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×