Körfubolti

Ron Artest til Houston Rockets

Artest skoraði rúm 20 stig í leik með Sacramento og er einn af betri varnarmönnum deildarinnar
Artest skoraði rúm 20 stig í leik með Sacramento og er einn af betri varnarmönnum deildarinnar NordcPhotos/GettyImages

Framherjinn umdeildi Ron Artest hjá Sacramento Kings fékk í nótt ósk sína uppfyllta þegar honum var skipt frá félaginu til Houston Rockets.

Sacramento fær í staðinn Bobby Jackson, valrétt í 1. umferð nýliðavalsins næsta sumar, um 1 milljón dollara í peningum og einn leikmann til viðbótar, líklega nýliðann Donte Greene.

Félagaskiptin geta ekki gengið formlega í gegn fyrr en eftir um hálfan mánuð en Artest er ekki með nema um 7,4 milljónir dollara í áslaun og því virðist Houston hafa dottið í lukkupottinn með að landa honum.

Það verður þó líklega háð því hvernig kappinn heldur sér á mottunni, enda er hann frægur vandræðagemlingur.

Artest hefur í nokkurn tíma reynt að komst frá Sacramento og nú er hann á leið til Houston þar sem hann mun leika með stjörnum eins og Yao Ming og Tracy McGrady.

"Ég er eins og barn í sælgætisverslun - verslun með miklu sælgæti," sagði Artest og líkti þríeyki Houston við það sem er hjá meisturum Boston Celtics.







NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×