XL Leisure hafnaði endurfjármögnun Ingimar Karl Helgason skrifar 17. september 2008 00:01 „XL fékk tilboð í endurfjármögnun um mitt síðasta sumar, en því var ekki tekið af því að menn töldu að betri kjör gætu fengist annars staðar. Skömmu síðar lokuðust allir lánsfjármagnsmarkaðir," segir Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður XL Leisure Group og fyrrverandi stjórnarformaður Eimskips. Hann stýrði Avion Group á sínum tíma, þar á meðal kaupum á Excel Airways og átti síðar þátt í sölu til stjórnenda félagsins. XL Leisure Group varð gjaldþrota fyrir helgi. Þar með misstu hátt í tvö þúsund manns vinnuna og tugþúsundir viðskiptavina XL urðu strandaglópar víða um heim. Eimskipafélagið var í ábyrgð fyrir yfirtöku stjórnenda á XL Leisure Group. Ábyrgðin nemur 280 milljónum Bandaríkjadala, eða sem nemur ríflega 25 milljörðum íslenskra króna. Ábyrgðin fellur á Eimskipafélagið, en Björgólfsfeðgar hafa raunar lýst því yfir að þeir taki hana yfir. „Við fengum þetta tilboð í félagið. Stjórnin var einhuga um að það væri félaginu og þar með hluthöfum til hagsbóta að taka því, selja sig út úr flugrekstrinum og einbeita sér að öðru. Það var eflaust rétt ákvörðun á þeim tíma," segir Magnús Þorsteinsson, en stjórnendur XL keyptu félagið af Eimskipafélaginu. „Þá var líka allt annar aðgangur að lánsfé og ágætar áætlanir uppi til framtíðar af hálfu félagsins, sem menn höfðu fulla trú á. Við létum sérstaklega kanna þá kosti sem væru til endurfjármögnunar og það leit allt saman vel út," segir Magnús. Magnús Stephensen, sem sat í stjórn XL og var í hópi þeirra stjórnenda sem keyptu félagið af Eimskipafélaginu, segir að ýmsar tillögur um endurfjármögnun hafi borist. „Allar þessar tillögur voru á umræðustigi." Stjórnin hafi engu hafnað. Allt hafi verið reynt til að endurfjármagna félagið. „Það er varla til sá banki eða fjárfestingarfélag sem við töluðum ekki við," segir Magnús. „Tillögurnar voru hins vegar allar háðar ýmsum skilyrðum sem félagið gat ekki endilega uppfyllt. Flest snerust þessi skilyrði um afkomu fyrirtækisins." Hann segir að hátt olíuverð hafi haft slæm áhrif á reksturinn. Þetta sé ekki ár flugfélaga. „Ef fjórði stærsti fjárfestingarbanki heims fær ekki endurfjármögnun, þá held ég að það segi allt sem segja þarf." Markaðir Mest lesið Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Sjá meira
„XL fékk tilboð í endurfjármögnun um mitt síðasta sumar, en því var ekki tekið af því að menn töldu að betri kjör gætu fengist annars staðar. Skömmu síðar lokuðust allir lánsfjármagnsmarkaðir," segir Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður XL Leisure Group og fyrrverandi stjórnarformaður Eimskips. Hann stýrði Avion Group á sínum tíma, þar á meðal kaupum á Excel Airways og átti síðar þátt í sölu til stjórnenda félagsins. XL Leisure Group varð gjaldþrota fyrir helgi. Þar með misstu hátt í tvö þúsund manns vinnuna og tugþúsundir viðskiptavina XL urðu strandaglópar víða um heim. Eimskipafélagið var í ábyrgð fyrir yfirtöku stjórnenda á XL Leisure Group. Ábyrgðin nemur 280 milljónum Bandaríkjadala, eða sem nemur ríflega 25 milljörðum íslenskra króna. Ábyrgðin fellur á Eimskipafélagið, en Björgólfsfeðgar hafa raunar lýst því yfir að þeir taki hana yfir. „Við fengum þetta tilboð í félagið. Stjórnin var einhuga um að það væri félaginu og þar með hluthöfum til hagsbóta að taka því, selja sig út úr flugrekstrinum og einbeita sér að öðru. Það var eflaust rétt ákvörðun á þeim tíma," segir Magnús Þorsteinsson, en stjórnendur XL keyptu félagið af Eimskipafélaginu. „Þá var líka allt annar aðgangur að lánsfé og ágætar áætlanir uppi til framtíðar af hálfu félagsins, sem menn höfðu fulla trú á. Við létum sérstaklega kanna þá kosti sem væru til endurfjármögnunar og það leit allt saman vel út," segir Magnús. Magnús Stephensen, sem sat í stjórn XL og var í hópi þeirra stjórnenda sem keyptu félagið af Eimskipafélaginu, segir að ýmsar tillögur um endurfjármögnun hafi borist. „Allar þessar tillögur voru á umræðustigi." Stjórnin hafi engu hafnað. Allt hafi verið reynt til að endurfjármagna félagið. „Það er varla til sá banki eða fjárfestingarfélag sem við töluðum ekki við," segir Magnús. „Tillögurnar voru hins vegar allar háðar ýmsum skilyrðum sem félagið gat ekki endilega uppfyllt. Flest snerust þessi skilyrði um afkomu fyrirtækisins." Hann segir að hátt olíuverð hafi haft slæm áhrif á reksturinn. Þetta sé ekki ár flugfélaga. „Ef fjórði stærsti fjárfestingarbanki heims fær ekki endurfjármögnun, þá held ég að það segi allt sem segja þarf."
Markaðir Mest lesið Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Sjá meira